Ég ætla að reyna að halda áfram með bókagagnrýnina mína hérna og fjalla aðeins um jólabækurnar og þær bækur sem ég hef lesið undanfarnar vikur. Fyrsta las ég "Out stealing horses" sem er eftir norskan höfund, Per Petterson, ég keypti hana reyndar á meðan ég var úti í Bergen en kaldhæðni örlaganna olli því að ég keypti hana á ensku en ekki norsku. Þessi bók er soldið langdregin og þung, þó ekki sé hún löng eða þykk. Hún náði mér allavega ekki alveg þó hún væri afskaplega falleg og náttúrulýsingarnar góðar í henni. Kannski er ég bara orðin svona spennufíkill og það gengur ekkert fyrir mig að lesa einhverjar svona hámenningarlegar bókmenntir hmmm.... Þetta er margverðlaunuð bók og að mörgu leyti mjög svona djúp þegar maður pælir í því. Hvað fær mann, sem er vanur öllum þægindum nútímalífs, til að flytja útí skóg og búa einn langt frá öllum og öllu, þar sem hann þarf að hafa áhyggjur af því að hafa eldivið og hvernig hann eigi að geta hreyft bílinn ef snjóar..... smátt og smátt kemst maður að hverju maður er að leita, hann er að leita að rónni og friðinum og einsemdinni, en er í raun ekki einmanna....
En allavega hún var svo sem góð þegar upp var staðið en mér hefur bara sjaldan gengið jafnilla að komast í gegn um eina bók sko....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli