mánudagur, febrúar 15, 2010

Febrúarblogg

Æji, ég er ekki nógu dugleg í þessu bloggi.  Skrítið hvað þarf lítið til að slá mann útaf laginu.  Ég sem á erfitt með að slappa af og er oftast á fullri ferð er bara búin að vera í "slow motion" þetta árið.  Byrjaði árið á því að fara í hnékrossbandaaðgerð á afmælisdaginn minn semsagt fyrst í janúar og er bara búin að vera í mínus síðan.  Fór ekkert í vinnu í tæpar tvær vikur og hóf svo vinnu á hálfum dampi, og ég meina það hvert fór þrekið mitt og orkan...   bara púff....  sé að ég þarf greinilega að fara að vinna markvisst að því að bæta mig fyrir sumarið, en samt er það takmörkunum háð, þar sem ég má ekki vera fullri ferð strax....  Jæja, ekkert svona grát og volæði, þetta er bara á uppleið núna, sólin fer að hækka á lofti og lífið blasir við mér.....

Engin ummæli: