
Ég fékk Svörtuloft hans Arnaldar Indriðasonar í jólagjöf og húrra.... Nú held ég að ég sé örugglega búin að lesa allar bækurnar hans Arnaldar og mér fannst þessi best. Jú stórt sagt og allt það, en hún hélt mér í spennu þar til yfrlauk og það tók ekki langan tíma. Hún er fyndin og margar smellnar lýsingar í henni.
Þarna blandast saman eiginlega 3 mismunandi ótengd mál. Morgunblaðsstuldurinn mikli, saga ógæfumannsins og sagan um fjárkúgunina og morðið.
Allavega ef ég væri með stjörnukerfi frá 1-5 fengi þessi allavega 4,5.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli