miðvikudagur, apríl 14, 2010

Bara!

Fékk frábæran póst í dag sem ég er að hugsa um að birta hér, nokkurn veginn óritskoðaðan....  vona að höfundinum sé sama ;)

Allir að fárast yfir kreppu, sukki, iceslave, snekkjum, þjófum og ræningjum.
Svo þegar allir eru búnir að tala í hringi og allir komnir með doða og ógeð þá kemur gos. Allir tala um gosið.
Allir orðnir leiðir á þessu blessaða frussi, nei gosi meina ég.
Gosið hættir þegar skýrslan er gerð opinber.
Allir blaðra sig út um skýrsluna, „þetta var bara kjaftæði“ sagði fólk, „við vissum þetta nú alveg, það þurfti enga skýrslu maður!“. „shit 160% fram úr tímaáætlun og allir með ræpu af spenningi yfir skýrlunni og svo er þetta niðurstaðan.....“ allir hundfúlir yfir skýrslunni....
Þá kemur Bjöggi Thor og segir sorrý maður, ég bara fattaði þetta ekki, sko bara (Orðið bara var mikið notað af útr-víkingum. „Slá bara lán. Endurfjármagnar þetta bara . Hirðir bara draslið maður. tekur bara Kúlu á þetta. Þetta er bara dallur osfrv...)
Þá kemur bara nýtt gos, já og ekki eins og þetta lélega drasl um daginn. Nú er almennilegur gosmökkur, stórflóð og allt almennilegt. Vantar bara gullflögurnar til að toppa þetta.

(var að heyra í aukafréttatíma að þeir búast við miklu tjóni og ekki bara á vegum og brúm... þannig að það er náttlega ekki fyndið sko)
Sem betur fer búið að koma fólki í burtu.

Njótið brosins ;)

Engin ummæli: