Mér finnst soldið fúlt að vera ekki heima á Íslandi þessa dagana. Sakna umræðanna og deilnanna á kaffistofunni, en nú er aldeilis tækifærið til að ræða málin. Skýrslan góða.... Já og svo öll eldgosin, ég er reyndar enn með frekar veikan fót svo ekki komst ég uppá Fimmvörðuháls til að sjá fína "túristaeldgosið" okkar og svo verður gufubólsturinn á Eyjafjallajökli pottþétt búinn þegar ég kem heim aftur.
En skýrsluna hefði ég vilja ræða við einhvern sem kann íslensku.... á reyndar eftir að lesa hana en hef fylgst vel með fréttum. Ég sjálfstæðismaðurinn þarf auðvitað að svara fyrir okkur og okkar stefnu.
Mér finnst reyndar soldið fúlt að allir benda á einhvern annan, enginn kemur fram og segir sorrý, ó jú Bjöggi gerði það víst í Fréttablaðinu, en það hvarf í öllu "gosstússinu". Ég kann að meta það þegar menn segja sorrý, jú ég gerði mistök, jú ég trúði að þetta væri í lagi, jú ég var ekki nógu gagnrýninn í hugsun, jú ég tók lán, jú ég ætlaði mér of mikið, jú ég skal segja af mér.
Reyndar tíðkast það ekki hér á landi að menn segi af sér.... en það má breyta því.
Eini maðurinn sem ég get rætt þetta við er kærastinn minn, en það er í síma yfir netið og sambandið rofnar yfirleitt þegar umræðurnar eru komnar á ákveðið stig... hehehe.... en hann er harður framsóknarmaður og fullyrðir að þeir séu eini flokkurinn sem sé búinn að taka til hjá sér.... jú eitthvað til í því..... En ég vildi gjarnan taka nokkrar rimmur á kaffistofunni og þær jafnvel við aðra sjálfstæðismenn.
Jæja kannski er bara gott að fá aðeins fjarlægð á þetta.... maður verður svo reiður!!!! ARG...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli