mánudagur, september 10, 2012
Játning, ég er kókisti!
Ég tók ákvörðun í morgun... já alveg satt. Ég ætla að hætta að drekka kók. Ég er einn af þessum forföllnu kókistum og á erfitt að komast í gegn um daginn nema með kókglas eða flösku við hönd... þarna er eitthvað sem hreinlega stjórnar lífi mínu. Ég fer ekki í búðina nema vera viss um að kókbirgðirnar séu í lagi. Já ég þarf meira að segja stundum ekkert að fara í búð en fer afþví að kókið er búið!! How low can you get. En allavega í dag 10. september kl. 15:00 hef ég ekki drukkið deigan dropa af kóki..
já ég veit að fyrsta vikan verður erfið, en ég skal klára þetta.
Þetta er í raun byrjun á öðru stærra verkefni, en það kemur svo í framhaldinu. Kókið er byrjunin. Ég skrifa þetta hér svo ég falli síður, hérna er ég búin að gera samning við sjálfa mig og þá er undir mér komið að standa við hann.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli