Jæja þá, nú er runninn upp fimmtudagur. Nú verður stefnan tekin á næsta skref í umbreytingunni. Sko... ég er hætt að lita hárið mitt þannig að nú er það bara fallega grátt!
Næst er það léttingurinn, er búin að vera kóklaus í hvað... næstum 3 vikur, er búin að svindla 2 svar, þ.e. í saumó fékk ég mér pepsi MAX og á sunnudaginn var.. eftir stífa drykkju á laugardeginum, fékk ég mér eina svona kók með öllu þ.e. original. Enda þurfti ég að keyra í bæinn úr Skagafirði.
Já... ég var búin að setja markið á 15 kíló niður... mættu alveg vera 20+ en 15 kíló er markið því þá ætlar kærastinn að hætta að reykja, svo ég geri þetta allt með heilsu hans í forgangi. Audda...
En nú er markið sett á aðeins breytt matarræði, sleppa öllum sykri, brauði, kartöflum, hrísgrjónum ofl. Borða meiri fitu.
Allavega tók Krissi bróðir sig til um áramótin og hóf nýjan lífsstíl og það eru 20 kg. farin hjá honum síðan!! það gera rúmlega 2 kg. á mánuði.
Jæja nú er ég búin að skrifa þetta niður, sjáum hvað gerist rakst á ótrúlega mynd um daginn.
Spáið í það, þetta eru hvorutveggja 938 kcal.!!
see yah
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli