Sá það þegar ég ætlaði að fara að básúnast yfir sumarleyfum og fámenni í vinnunni að þetta er bloggfærsla nr. 100 svo það er spurning hvort maður ætti bara að láta það vera að vera eitthvað að röfla hér, sá líka að teljarinn er að skríða í hundraðið, stendur í 99 ákkúrat núna.
Annars er þessi árstími ótrúlega leiðinlegur í vinnunni, maður situr og horfir útum gluggann og ímyndar sér að maður væri í sumarfríi, skottið ekkert ánægt í leikskólanum af því að nú er búið að sameina deildir vegna sumarleyfa og hún er á nýrri deild þessa dagana og mjög fáir krakkar af hennar deild í leikskólanum. Hún er líka afskaplega þreytt því nú er svo gott veður að þau eru úti meira og minna allan daginn í leikskólanum og svo er líka verið úti eftir að heim er komið. En svona er þetta. Hér á mínum vinnustað erum við 4 í vinnu en þetta er 13 manna vinnustaður.
Reyndar reddaðist þetta í hádeginu þegar yfirmaður minn kom færandi hendi með pizzu sem við skiptum 3 á milli okkar.
En svo telur maður niður dagana þangað til ég fer í frí þeir eru reyndar aðeins 4 núna og þá skellir maður sér í sund til Svíþjóðar, mér skilst að það sé allt á floti þar og búið að rigna vikum saman í þessum heimshluta á meðan við erum með bongóblíðu og þurrk hér hjá okkur.
Jæja, kannski maður fari að sýna lit og fara að vinna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli