Ég fékk í gær sent á póstinum frábært power point skjal, þar sem "reglur karlmanna" eru útskýrðar. Þar með fékk ég svo sem staðfestingu á því sem ég hef svo sem alltaf vitað, að karlmenn væru mun einfaldari gerðar en við konurnar og þá alls ekki í neikvæðri merkingu.
Við konurnar segjum hlutina aldrei hreint út, sem er frekar slæmt, þar sem skilaboðin koma oft röng og verða misskilin. Ég hlýt að vera með soldið karlhormón því ég er ekki alltaf að skilja svona tvíræð skilaboð. Einnig eru já og nei alveg gild svör við spurningum sammála þar. Sama á við að ég stekk stundum upp á nef mér og það sem ég sagði í síðustu viku, jafnvel áðan á ekki endilega við núna heldur á það við á þeirri mínútu sem þau eru sögð og síðan eru þau fyrnd nema hægt sé að sýna mér þau á prenti.
Mér finnst verslunarferðir yfirleitt leiðinlegar og versla af illri nauðsyn, nema um "græjur" sé að ræða.
Svo ég gat svo sem samsamað mig við ýmislegt í þessum reglum, en svo komu auðvitað svona "karlrembulegar" reglur eins og það að grátur sé fjárkúgun, laugardagar séu íþróttadagar og að brjóst séu til að horfa á. Það eina sem slíkar reglur gera er að sanna það fyrir okkur konunum eina ferðina enn að menn séu einfaldar lífverur sem geta ekki gert nema eitt í einu!!
Over and out
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli