Já nú er alveg að koma að því að ég fari í sumarfrí. Þetta sumarfrí verður með aðeins öðru sniði en venjulega þar sem ég ætla að skella mér í rigninguna til Svíþjóðar á skátamót. Já þið lásuð rétt S K Á T A M Ó T. Dóttirin er að fara með hópi frá sínu félagi og ég gerðist boðflenna.
Vonandi verður hætt að rigna þegar við förum út. En maður verður að búa sig bara eftir veðri. Versta við þetta er að við þurfum að koma öllu í einn bakpoka og ekkert meir þannig að ég sem venjulega fer með heila ferðatösku bara fyrir mig jafnvel þó að aðeins sé um helgarferðir að ræða þarf að koma mínu dóti í einn bakpoka. Þetta þýðir að maður þarf að skerða farangurinn eins mikið og hægt er.
Þetta verður eitthvað skrautlegt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli