Já, það er eitthvað sem maður vill helst ekki hugsa um svona í blíðunni eins og hún er búin að vera en það er fullt af fólki að missa sína nánustu eða heyja dauðastríðið á hverjum degi. Þetta er eitthvað sem við hin hugsum ekki um fyrr en það skellur á okkur. Ungur maður úr sveitafélaginu mínu lést í hörmulegu slysi á sunnudag og þar á fólk um sárt að binda.
En tilefni þessarar bloggfærslu er jarðarförin sem ég var í áðan. Jarðafarir eru afskaplega fallegar athafnir og gefa vinum og ættingjum tækifæri til að kveðja ástvin sinn í fallegu umhverfi, með blómum og með fallegum söng og minningarorðum. Einnig fær fólk sem ekki hefur kannski sést í mörg ár tækifæri til að hittast og spjalla í erfðadrykkjunni.
Það er svo sem ekki hægt að hugsa sér fallegri dag til að kveðja en í dag, þvílík blíða og dásamlegt veður.
Við svona tækifæri þakkar maður Guði fyrir að eiga foreldra á lífi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli