Litla skottið var um helgina með pabba sínum í útilegu. Þau koma svo til okkar í gærkveldi og eru á leið út um dyrnar þegar pabbi hennar spyr hvort hún ætli ekki að kveðja alla. Svarið var "jú, jú, ég er búin að kveðja Tinnu (þ.e. hundinn)"
Henni fannst semsagt ekki ástæða til að kveðja mig eða systkini sín. Gaman að þessum krúttum!!
mánudagur, júní 25, 2007
föstudagur, júní 22, 2007
Að sofa saman
Ég veit það ekki en fyrir mér er það svolítið mikilvæg athöfn. Maður sefur nú ekki hjá hverjum sem er!! Ég hef svo sem ekki átt marga bólfélaga yfir ævina og hef því kannski ekki mikla reynslu í magni eða fjölda bólfélaga en ég hef soldið langa lífsreynslu í þessu enda orðin öldruð mjög. En allavega finnst mér þessi athöfn "að sofa hjá" vera ákveðin ástarjátning. Ég veit ekki hvort strákarnir líta það sömu augum en hjá mér og flestum konum er þetta þrungið tilfinningum.
Ég byrjaði að fikta við þetta 16 ára, og auðvitað finnst mér það vera í allra fyrsta lagi. Nú er sonurinn kominn á þennan aldur og ég kom að honum með vinkonu sinni undir sæng eitt kvöldið heima. Ekki veit ég nákvæmlega hvað þau voru að gera, en þau voru allavega að kela soldið.
Ég ábyrg móðirinn sest svo hjá drengnum mínum við tækifæri og fer að brydda upp á umræðuefninu. Þetta var pínu vandræðalegt en ég hóf þetta svona á þennan hátt.
ÉG: "Maður á ekkert að sofa hjá fyrr en báðir aðilar eru alveg tilbúnir!" (sagt með áherslu)
Hann: "Ég veit"
Ég: "Svo verður maður að nota smokkinn!"
Hann: "Ég veit"
Ég: "Ég er alltof ung til að verða amma"
Hann: "Ég veit"
Ég: "Það þýðir sko ekkert að treysta á einhverja örugga daga eða slíkt"
Hann: "Ég veit"
Ég: "Þannig varðst þú til!"
Þarna var hann farinn að skellihlæja og ég með, ég er greinilega ekki besta manneskjan í uppfræðslu um kynlíf, en hann má svo sem treysta á það að ég stend með honum hvað sem kemur fyrir.
Ég byrjaði að fikta við þetta 16 ára, og auðvitað finnst mér það vera í allra fyrsta lagi. Nú er sonurinn kominn á þennan aldur og ég kom að honum með vinkonu sinni undir sæng eitt kvöldið heima. Ekki veit ég nákvæmlega hvað þau voru að gera, en þau voru allavega að kela soldið.
Ég ábyrg móðirinn sest svo hjá drengnum mínum við tækifæri og fer að brydda upp á umræðuefninu. Þetta var pínu vandræðalegt en ég hóf þetta svona á þennan hátt.
ÉG: "Maður á ekkert að sofa hjá fyrr en báðir aðilar eru alveg tilbúnir!" (sagt með áherslu)
Hann: "Ég veit"
Ég: "Svo verður maður að nota smokkinn!"
Hann: "Ég veit"
Ég: "Ég er alltof ung til að verða amma"
Hann: "Ég veit"
Ég: "Það þýðir sko ekkert að treysta á einhverja örugga daga eða slíkt"
Hann: "Ég veit"
Ég: "Þannig varðst þú til!"
Þarna var hann farinn að skellihlæja og ég með, ég er greinilega ekki besta manneskjan í uppfræðslu um kynlíf, en hann má svo sem treysta á það að ég stend með honum hvað sem kemur fyrir.
föstudagur, júní 08, 2007
Íslenskt sumar!
Jæja, skyldi nú sumarið vera að nálgast. Veðrið undanfarna daga hefur nú ekki verið neitt spennandi, grenjandi rigning og rok. En í gær eða nánara sagt í gærkveldi birti aldeilis yfir öllu. Það var um 11 stiga hiti, logn og sól þegar ég fór út að viðra hundinn og ekki síður sjálfa mig. Mikið afskaplega er það gott að fara í góðan göngutúr svona á björtum sumarkvöldum. Algjört æði, ég dýrka alveg þessa löngu daga.
Svo segir skottið þegar maður er að reka hana í rúmið að það sé ekki komin nótt af því að það sé sól úti hehehe.
Jæja út að ganga!!
Svo segir skottið þegar maður er að reka hana í rúmið að það sé ekki komin nótt af því að það sé sól úti hehehe.
Jæja út að ganga!!
fimmtudagur, júní 07, 2007
Unglingar!!
Já með 2 unglinga á heimilinu auk eins til viðbótar í láni í viku er ég stundum á barmi taugaáfalls. Þau eru ótrúleg. Ég kem heim úr vinnunni í gær, var að flýta mér þessi líka ósköp þar sem ég átti eftir að gera svo mikið fyrir kl. 19:00 þegar ég átti að mæta með hundinn í hundaskólann. (Það er eins gott að vera með forgangsröðunina í lagi!!). Ég sé að stelpan og gesturinn eru að horfa á "Beverly hills 90201" í sjónvarpinu sitja þarna í sitt hvorum stólnum. Ég lít inn í eldhúsið og mér hreinlega féllust hendur.
Uppþvottavélin var full af hreinum diskum, sem enginn nennti að taka uppúr og svo voru þau öll þrjú búin að fá sér a.m.k. að drekka úr nokkrum glösum á mann og nota nokkra diska (þið vitið það að ef maður er búin að drekka vatn úr einu glasi þá er það skítugt og ef það skyldi vera brauðmylsna á disknum þá er hann líka skítugur!!) Allavega voru diskar og glös um öll borð, auk allra dagblaðanna sem streyma á heimilið og öllum virtist vera alveg sama. Ég hefði gengið út ef ég hefði ekki átt eftir að setja krem á kökuna sem ég þurfti að fara með í útskrift sonarins og elda matinn.
Þvotturinn!! Já þvotturinn, mér finnst þvottavélin bara vera non stop alla daga, ég set í hana áður en ég fer í vinnuna, tek úr henni set í aðra þegar ég kem heim og svona gengur þetta allt kvöldið kannski 3-4 þvottavélar á dag og svo skellir maður einhverju í þurrkarann. Allavega það sér ekki fyrir endann á þessu, það eru handklæði ofl. ofl. Ég veit ekki hvað er langt síðan ég sá síðast botninn á þvottakörfunum (þær eru samt 2)!!
Svo geta þau líka verið yndisleg þessar elskur stundum ;-)
Knúsið unglingana ykkar.
Uppþvottavélin var full af hreinum diskum, sem enginn nennti að taka uppúr og svo voru þau öll þrjú búin að fá sér a.m.k. að drekka úr nokkrum glösum á mann og nota nokkra diska (þið vitið það að ef maður er búin að drekka vatn úr einu glasi þá er það skítugt og ef það skyldi vera brauðmylsna á disknum þá er hann líka skítugur!!) Allavega voru diskar og glös um öll borð, auk allra dagblaðanna sem streyma á heimilið og öllum virtist vera alveg sama. Ég hefði gengið út ef ég hefði ekki átt eftir að setja krem á kökuna sem ég þurfti að fara með í útskrift sonarins og elda matinn.
Þvotturinn!! Já þvotturinn, mér finnst þvottavélin bara vera non stop alla daga, ég set í hana áður en ég fer í vinnuna, tek úr henni set í aðra þegar ég kem heim og svona gengur þetta allt kvöldið kannski 3-4 þvottavélar á dag og svo skellir maður einhverju í þurrkarann. Allavega það sér ekki fyrir endann á þessu, það eru handklæði ofl. ofl. Ég veit ekki hvað er langt síðan ég sá síðast botninn á þvottakörfunum (þær eru samt 2)!!
Svo geta þau líka verið yndisleg þessar elskur stundum ;-)
Knúsið unglingana ykkar.
miðvikudagur, júní 06, 2007
Að vera ástfangin!!
Hvað er að vera ástfangin, er það eitthvað sem hjartað segir manni, efnafræðin eða heilinn? Er maður ekki annað hvort ástfanginn eða ekki, maður þarf ekkert að velta því eitthvað fyrir sér. Ég hef allavega aldrei verið í vafa um það í mínu lífi hvort ég er ástfangin af einhverjum eða ekki.
Auðvitað eru til fyrsta stig, það er hrifning sem sumir túlka sem ást, þá fer maginn á manni í hnút og maður getur ekki hugsað skýra hugsun, en það er eitthvað sem líður hjá á nokkrum dögum eða vikum. Þetta er aðallega efnafræði, eitthvað sem náttúran kom á svo við höldum áfram að fjölga okkur. Svo þróast þetta bara, í flestum tilfellum endar þetta í einlægri væntumþykju, vinskap og virðingu fyrir hvort öðru. Sumir finna fyrir hjartabankinu alla tíð þegar þeir heyra eða sjá ástina sína. En þá er heilinn auðvitað farinn að stjórna systeminu.
En allavega ef maður er ástfanginn af einhverjum þá á maður ekkert að efast, þú veist það innst inni hvort þú ert ástfanginn af viðkomandi eða ekki. Það er bæði heilinn, hjartað og efnafræðin sem segir manni það, og í mörgum tilfellum ræður maður bara ekkert við það. Stundum vildi maður bara geta hætt að elska, því ástin á það til að vera svo sár, en það er bara ekki hægt.
Elskið hvort annað!!
Auðvitað eru til fyrsta stig, það er hrifning sem sumir túlka sem ást, þá fer maginn á manni í hnút og maður getur ekki hugsað skýra hugsun, en það er eitthvað sem líður hjá á nokkrum dögum eða vikum. Þetta er aðallega efnafræði, eitthvað sem náttúran kom á svo við höldum áfram að fjölga okkur. Svo þróast þetta bara, í flestum tilfellum endar þetta í einlægri væntumþykju, vinskap og virðingu fyrir hvort öðru. Sumir finna fyrir hjartabankinu alla tíð þegar þeir heyra eða sjá ástina sína. En þá er heilinn auðvitað farinn að stjórna systeminu.
En allavega ef maður er ástfanginn af einhverjum þá á maður ekkert að efast, þú veist það innst inni hvort þú ert ástfanginn af viðkomandi eða ekki. Það er bæði heilinn, hjartað og efnafræðin sem segir manni það, og í mörgum tilfellum ræður maður bara ekkert við það. Stundum vildi maður bara geta hætt að elska, því ástin á það til að vera svo sár, en það er bara ekki hægt.
Elskið hvort annað!!
Biblían
Já, ég er mikill lestrarhestur, eða skulum við segja ég var mikill lestrarhestur áður en ég fór í Háskólann og fannst ég þurfa að lesa skólabækurnar í stað bókmennta. Svo komu börnin og þá er maður svo þreyttur að maður leggur höfuðið á koddann og sofnar bara um leið. En ég las heilu bókaflokkana áður en allt þetta gerðist og geri enn ef ég fæ næði til og næ að loka mig af. Ég les mikið á ferðalögum þ.e. í flugvélum og ef ég er ein á hótelherbergjum.
Ég ætlaði að nota voða vel "pabbahelgarnar" og lesa en það er nú bara einhvern veginn þannig að maður sest ekki niður fyrr en manni finnst öllum verkum vera lokið og þá sest maður yfirleitt yfir sjónvarpinu eða hinu nýja fyrirbæri "Flakkaranum" sem ég gaf heimilinu í jólagjöf.
En komum okkur nú að Biblíunni. Einhvern tímann ákvað ég það að ég skyldi lesa Biblíuna frá a-ö því verki er enn ólokið, gríp stundum í einn og einn texta í Nýja testamentinu því það er eina Biblían sem er til á mínu heimili. En mér fannst alltaf Gamla testamentið eitthvað meira krassandi. Sá um daginn á flóamarkaði "Biblía fyrir börnin" þar er búið að einfalda sögurnar úr Biblíunni og setja myndir. Skottið er reyndar ekkert voða hrifin af henni og held ég að það stafi af einhverjum myndum sem hún sá í bókinni og þá er bókin bara afskrifuð!! hehehe
En tilfefni þessa pistils er að hægt er að lesa alla Biblíuna á netinu og er slóðin http://www.snerpa.is/net/biblia/.
Svo nú er bara að byrja að lesa!
Ég ætlaði að nota voða vel "pabbahelgarnar" og lesa en það er nú bara einhvern veginn þannig að maður sest ekki niður fyrr en manni finnst öllum verkum vera lokið og þá sest maður yfirleitt yfir sjónvarpinu eða hinu nýja fyrirbæri "Flakkaranum" sem ég gaf heimilinu í jólagjöf.
En komum okkur nú að Biblíunni. Einhvern tímann ákvað ég það að ég skyldi lesa Biblíuna frá a-ö því verki er enn ólokið, gríp stundum í einn og einn texta í Nýja testamentinu því það er eina Biblían sem er til á mínu heimili. En mér fannst alltaf Gamla testamentið eitthvað meira krassandi. Sá um daginn á flóamarkaði "Biblía fyrir börnin" þar er búið að einfalda sögurnar úr Biblíunni og setja myndir. Skottið er reyndar ekkert voða hrifin af henni og held ég að það stafi af einhverjum myndum sem hún sá í bókinni og þá er bókin bara afskrifuð!! hehehe
En tilfefni þessa pistils er að hægt er að lesa alla Biblíuna á netinu og er slóðin http://www.snerpa.is/net/biblia/.
Svo nú er bara að byrja að lesa!
mánudagur, júní 04, 2007
Vinkonur
Ég á eina vinkonu í útlöndum, reyndar á ég a.m.k. 3 mjög góðar vinkonur sem búa erlendis en þessi sendir c.a. mánaðarlega svokölluð fréttabréf. Þar lýsir hún daglegu lífi fjölskyldunnar og fer yfir helstu atburði síðustu vikna. Þessi bréf eru alveg yndisleg og við höfum oft talað um það að safna þessu saman í bók og gefa út.
Lýsingarnar á aðstæðum, tilsvörum og atburðum er svo einlæg og laus við alla feimni að maður hreinlega grætur af hlátri. Auðvitað er enn skemmtilegra að lesa þetta þegar maður þekkir fólkið sem á í hlut. Þetta lifnar hreinlega fyrir framan mann. Ég á kannski eftir að vitna eitthvað í hana á þessu bloggi þegar fram líða stundir.
Ég vildi að ég væri svona góður penni. Einnig vildi ég gjarnan hafa hana hérna í næstu götu svo hægt væri að rölta yfir til hennar með rauðvínsflösku eða bjórkippu og hlægja soldið.
Hláturinn lengir lífið.
Lýsingarnar á aðstæðum, tilsvörum og atburðum er svo einlæg og laus við alla feimni að maður hreinlega grætur af hlátri. Auðvitað er enn skemmtilegra að lesa þetta þegar maður þekkir fólkið sem á í hlut. Þetta lifnar hreinlega fyrir framan mann. Ég á kannski eftir að vitna eitthvað í hana á þessu bloggi þegar fram líða stundir.
Ég vildi að ég væri svona góður penni. Einnig vildi ég gjarnan hafa hana hérna í næstu götu svo hægt væri að rölta yfir til hennar með rauðvínsflösku eða bjórkippu og hlægja soldið.
Hláturinn lengir lífið.
föstudagur, júní 01, 2007
Bíó
Ég fór í bíó í gærkveldi og sá myndina "Líf annarra" eða "Das leben der anderen" sem vann óskarinn fyrir að vera besta erlenda kvikmyndin. Þetta er rosalega góð mynd og eftir að myndin var búin og textinn fór að rúlla sátu allir ennþá, venjulega í bíó er myndinni varla lokið þegar allir standa upp og rjúka út og ekki síst á mynd sem er 135 mínútur á lengd og ekkert hlé! Ekki skemmdi það fyrir að aðalleikarinn er líka sætur.
Við að horfa á þessa mynd fór maður að hugsa um allt fólkið sem þurfti að búa við þettta ástand sem ríkti í Austur-Þýskalandi og þá tugi ef ekki hundruði þúsunda manna sem unnu við það að fylgjast með lífi annarra og skila skýrslum um það til STASI. Hvað ef þetta fólk hefði nú verið að gera eitthvað uppbyggilegt, þá hefði Austur-Þýskaland kannski ekki dregist svona langt aftur úr Vestur-Þýskalandi!!
Eins gott að járntjaldið féll!
Við að horfa á þessa mynd fór maður að hugsa um allt fólkið sem þurfti að búa við þettta ástand sem ríkti í Austur-Þýskalandi og þá tugi ef ekki hundruði þúsunda manna sem unnu við það að fylgjast með lífi annarra og skila skýrslum um það til STASI. Hvað ef þetta fólk hefði nú verið að gera eitthvað uppbyggilegt, þá hefði Austur-Þýskaland kannski ekki dregist svona langt aftur úr Vestur-Þýskalandi!!
Eins gott að járntjaldið féll!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)