Ég á eina vinkonu í útlöndum, reyndar á ég a.m.k. 3 mjög góðar vinkonur sem búa erlendis en þessi sendir c.a. mánaðarlega svokölluð fréttabréf. Þar lýsir hún daglegu lífi fjölskyldunnar og fer yfir helstu atburði síðustu vikna. Þessi bréf eru alveg yndisleg og við höfum oft talað um það að safna þessu saman í bók og gefa út.
Lýsingarnar á aðstæðum, tilsvörum og atburðum er svo einlæg og laus við alla feimni að maður hreinlega grætur af hlátri. Auðvitað er enn skemmtilegra að lesa þetta þegar maður þekkir fólkið sem á í hlut. Þetta lifnar hreinlega fyrir framan mann. Ég á kannski eftir að vitna eitthvað í hana á þessu bloggi þegar fram líða stundir.
Ég vildi að ég væri svona góður penni. Einnig vildi ég gjarnan hafa hana hérna í næstu götu svo hægt væri að rölta yfir til hennar með rauðvínsflösku eða bjórkippu og hlægja soldið.
Hláturinn lengir lífið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli