Jæja, skyldi nú sumarið vera að nálgast. Veðrið undanfarna daga hefur nú ekki verið neitt spennandi, grenjandi rigning og rok. En í gær eða nánara sagt í gærkveldi birti aldeilis yfir öllu. Það var um 11 stiga hiti, logn og sól þegar ég fór út að viðra hundinn og ekki síður sjálfa mig. Mikið afskaplega er það gott að fara í góðan göngutúr svona á björtum sumarkvöldum. Algjört æði, ég dýrka alveg þessa löngu daga.
Svo segir skottið þegar maður er að reka hana í rúmið að það sé ekki komin nótt af því að það sé sól úti hehehe.
Jæja út að ganga!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli