Hvað er að vera ástfangin, er það eitthvað sem hjartað segir manni, efnafræðin eða heilinn? Er maður ekki annað hvort ástfanginn eða ekki, maður þarf ekkert að velta því eitthvað fyrir sér. Ég hef allavega aldrei verið í vafa um það í mínu lífi hvort ég er ástfangin af einhverjum eða ekki.
Auðvitað eru til fyrsta stig, það er hrifning sem sumir túlka sem ást, þá fer maginn á manni í hnút og maður getur ekki hugsað skýra hugsun, en það er eitthvað sem líður hjá á nokkrum dögum eða vikum. Þetta er aðallega efnafræði, eitthvað sem náttúran kom á svo við höldum áfram að fjölga okkur. Svo þróast þetta bara, í flestum tilfellum endar þetta í einlægri væntumþykju, vinskap og virðingu fyrir hvort öðru. Sumir finna fyrir hjartabankinu alla tíð þegar þeir heyra eða sjá ástina sína. En þá er heilinn auðvitað farinn að stjórna systeminu.
En allavega ef maður er ástfanginn af einhverjum þá á maður ekkert að efast, þú veist það innst inni hvort þú ert ástfanginn af viðkomandi eða ekki. Það er bæði heilinn, hjartað og efnafræðin sem segir manni það, og í mörgum tilfellum ræður maður bara ekkert við það. Stundum vildi maður bara geta hætt að elska, því ástin á það til að vera svo sár, en það er bara ekki hægt.
Elskið hvort annað!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli