mánudagur, apríl 14, 2008

Berlusconi!



"Uppáhalds" stjórnmálamaðurinn minn er hinn ítalski Berlusconi, hann er alveg stórkostlegur, það sem honum dettur í hug að láta út úr sér.

Hann er náttúrulega karlremba dauðans og sagði um daginn að: "Eigir þú í fjárhagsvandræðum skaltu giftast milljónamæringi"
Svo sagði hann að hægrisinnaðar konur væru fallegri en þær vinstri sinnuðu.
Hann líkti þýskum evrópuþingsmanni við nazistaforingja.
Fullyrðir að ítalskur matur sé betri en finnskur.
Svo á hann fótboltalið auðvitað ekki hvaða fótboltalið sem er, heldur AC Milan.
Hann hefur fullyrt að ítalskir dómarar séu allir geðveikir og "mannfræðilega" öðruvísi.
Hann hefur verið kærður fyrir mútur og fjársvik, kallaður mafíósi osfrv.
Hann er ríkasti maður Ítalíu og á flesta fjölmiðla þar í landi sem hann stýrir og ritskoðar.

En samt já samt sýnist mér Ítalir vera búnir að kjósa hann og hans flokk aftur til að stjórna Ítalíu.

Það er nú ekki í lagi með þetta lið.

Engin ummæli: