sunnudagur, apríl 13, 2008

Vor í lofti!

Já, nú er ég nokkuð viss á því að vorið sé rétt handan við hornið, samt sjóaði í nótt og allt hvítt í morgun en ilmurinn af vorinu liggur í loftinu. Þegar vorið kemur þá lifna ég líka, hmmm hef kannski verið blóm í fyrra lífi....

Allavega er með sól í hjarta og söng á vörum núna þegar birtir. Fékk frábæran póst frá frábærri frænku minni og verð bara að setja hann hérna.


Vissir þú.....

.... að ef gínur í búðum væru raunverulegar konur væru þær of grannar til þess að fá blæðingar?

.... að af 3 milljörðum kvenna í heiminum eru aðeins u.þ.b. 10 súpermódel?

.... að Marlyn Monroe notaði stærð 14 (ameríska, sem er sama og 44 í evrópu) og hafði alla karlmenn í vasanum án þess að nokkur kvartaði yfir kílóunum á henni?

....að ef Barbie væri alvöru kona væri hún svo vansköpuð að hún yrði að ganga á fjórum fótum?

.... að konur eru að meðaltali 65 kíló (ekki hávaxnar) og nota stærðir 12 til 14 (amerískar = 42-44 í evrópu)?

.... að ein af hverjum 4 konum á háskólaaldri þjáist af einhverskonar átröskun?

.... að fyrirsæturnar í glanstímaritum og sjónvarpi eru lagaðar til í tölvu eða fiffaðar með lýsingu og ljósmyndatrikkum?

.... að rannsóknir hafa sýnt að fimm mínútna lestur glanstímarita veldur þungu skapi, skömm og sektarkennd hjá um 70%kvenna

.... að fyrirsætur fyrir 20 árum voru 8% léttari en konur almennt?

.... að fyrirsætur í dag eru 23% léttari en konur almennt?


Fegurð konunnar er ekki hægt að smækka niður í mælieiningar heldur felst hún í þeirri útgeislun sem ástin á sjálfri sér veitir hverri og einni.

-Fegurð felst í þroska og góðri sjálfsímynd og fer einungis batnandi með árunum.

-Spurningin er ekki um fatastærðir, kílóafjölda, hæð eða háralit, heldur er hún spurning um að læra að elska sjálfa sig frá toppi til táar.

-Hjálpumst að við að ýta undir góða sjálfsímynd hvorrar annarar. Við erum allar æði...........og ekki gleyma því!

Jæja elskið nú hvort annað og þið konur, elskið spegilmynd ykkar.

Engin ummæli: