Mér finnst það hálfgerð móðgun við okkur hin þegar Geir skammast í vörubílstjórum og kallar þá ofbeldismenn þegar þeir loka bílinn hans inni. Við hin höfum þurft að þola það og gert það með jafnaðargeði að bíða bara þar til mótmælunum linnir, en forsætisráðherra landsins æsir sig uppúr öllu valdi.
Svo þetta einkaþotumál, ég meina er það ekki bara í góðu lagi að nýta sér þá þjónustu sem býðst, ef það sparar manni tíma og þá um leið pening. Ég held að þetta sé bara öfund þegar fólk er að bölsótast útí þetta. Skil það bara ekki.
Svo eru það allir þessir læknar í mikilvægum stöðum. Bæði núverandi og fyrrverandi borgarstjóri eru læknar, við erum með dýralækni sem fjármálaráðherra til að passa (sauð)fé ríkisins.
Nenni ekki að æsa mig meira.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli