Fór á mjög svo skemmtilegan fyrirlestur í morgun, þar fjallaði Guðmundur Oddur Magnússon prófessor við Listaháskóla Íslands um ímynd verkfræðinga.
Hann tók þetta soldið almennt, skipti hlutunum upp í lög. Í neðsta laginu var svona verkfærin, efnið, ofl. ofl. sem nauðsynlegt er að hafa tök á, síðan fór hann í næsta lag fyrir ofan þar koma hugtökin og slíkt. Þá var komið að speglinum, bakvið spegilinn kom svo sköpunin, ímyndunaraflið og slíkt, eru verkfræðingar með eitthvað slíkt? Í efsta laginu var svo órarnir, og "borderline" geðveiki. Hann vildi meina að við værum öll þarna í neðstu lögunum, sumir kæmust upp í efri lögin, en það er bara miklu auðveldar að gera það undir áhrifum, áfengis eða fíkniefna hehehe....
Ég túlkaði þetta þannig að við værum afskaplega heppin því við komumst í öll lögin, það er erfiðara fyrir þá sem eru aðallega í efri lögunum að komast í þau neðri.
Jæja nú er ég búin að týna ykkur öllum semsagt bara bullblogg.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli