föstudagur, apríl 25, 2008

Tækniframfarir

Fór á mjög svo skemmtilegan fyrirlestur á síðasta vetrardag, þar hélt Ólafur Andri Ragnarsson aðjúnkt við HR erindi um internetið og tækniframfarir. Meginatriðið var semsagt það að við erum rétt að byrja í tækniþróunarbrautinni og framfarirnar eiga eftir að verða gífurlegar í framtíðinni. Hann sýndi skemmtileg myndbönd um ýmsa hluti og benti okkur á síðu sem heitir TED.com þar sem hægt er að nálgast ýmsa fyrirlestra um framtíðina í tæknimálum. Allavega fór maður út og hugsaði með sér að það ætti þvílíkt eftir að gerast í þessum heimi á næstunni að tækning í bíómyndum eins og Matrix, Minority Report, Starwars og Star Trek urðu allt í einu ekkert svo fjarstæðukenndar.

Engin ummæli: