miðvikudagur, apríl 16, 2008

Olíuhreinsunarstöð?

Mér líst eitthvað voðalega illa á olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum. Olía er eitthvað svo óumhverfisvæn og mér finnst bara hættan á slysi vera of mikil. Þarna yrðu hundruð skipa árlega að flytja olíu til og frá landinu í gegnum einhver gjöfulustu fiskimið okkar Íslendinga. Ef eitthvað kemur fyrir eru helstu fuglabjörg Evrópu í hættu auk fiskveiðanna.

Ekki skánaði tilhugsunin þegar ég horfði á Kompás í gærkveldi, þarna er eignahaldið sennilega í höndum á rússneskum viðskiptajöfrum sem kalla nú ekki allt ömmu sína í þeim efnum og hafa allt annað siðgæði í viðskiptum en þau sem við þekkjum.

Ef við viljum halda byggð þarna á Vestfjörðum verður auðvitað eitthvað að koma í staðinn. En það er líka spurning um að gera Vestfirði bara að þjóðgarði, friða bara svæðið eins og það leggur sig. Umhverfissinnarnir yrðu nú ánægðir með þá tillögu ekki satt??

Engin ummæli: