Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að ræða mál Keníska flóttamannsins hérna hans Ramses. Mín skoðun er sú að á meðan maðurinn er ekki dæmdur glæpamaður, morðingi eða eitthvað þaðan af verra í heimalandi sínu heldur er flóttamaður vegna þátttöku sinnar í stjórnmálum eigi hann og fjölskylda hans að fá hér hæli, punktur basta.
Hann hefur tengsl við Ísland, afhverju þá senda hann til Ítalíu? Ég skil heldur ekki alveg afhverju kona hans er með dvalarleyfi í Svíþjóð en ekki hann og af hverju honum einum var vísað héðan en ekki allri fjölskyldunni. Skil ekki alveg svona vinnubrögð. Mér finnst að þessi mál og mörg önnur eins og t.d. dómsmál eigi ekki að fá misjafna meðhöndlun og það fari eftir dagsformi embættismanna hvort menn fá hér hæli eða ekki og hve langa dóma menn fá í dómsmálum.
Sorrý Stína mín þú fékkst fimm ára dóm af því að dómarinn var í fúlu skapi, hann var eitthvað að tuða í krökkunum sínum í morgun. Hún Sigga sem framdi nákvæmlega sama glæp og þú fékk bara 2ja ára dóm af því hún var með annan og betri lögfræðing og hennar dómari hafði unnið í lottóinu á laugardag......
Við viljum ekki svona dómskerfi er það?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli