fimmtudagur, júlí 17, 2008
"Relationships in the city"
Fór í gær á myndina "Sex in the city" með Gelgjunni. Hún var reyndar mjög skemmtileg á köflum og yfirhöfuð ágæt mynd. Hún var nú reyndar í það lengsta og voru þau nokkur atriðin sem við hefðu getað klippt aðeins mæðgurnar og stytt myndina verulega, enda óþarfi að hafa svona mynd í tvo og hálfan tíma.
Það sem mér fannst soldið athyglisvert í myndinni var að áherslurnar hafa breyst nokkuð, nú eru þær allar vinkonurnar komnar í sambönd sem hafa varað í einhver ár og aðrar áherslur komnar í lífið hjá þeim og nokkuð langt frá kærulausu stelpunum sem stunduðu það að "hösla" sem mest og lýsa svo kynlífinu og samverunni fyrir hinum. Jafnvel gera grín að "fórnarlambi höslsins". En við skemmtum okkur bara nokkuð vel og get alveg mælt með þessari mynd sem ágætri kvöldskemmtun.
p.s. hún er sýnd í sal 4 í Háskólabíó og var salurinn næstum fullur en aðeins sá ég 2 karlmenn í salnum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli