þriðjudagur, júlí 08, 2008

Gúrka!


Já, það mætti halda að það væri "gúrka" í fréttamiðlum landsins. Það eru allir enn að fjalla um flóttamanninn sem sendur var til Ítalíu, ég bloggaði nú um það í gær og afgreiddi það þannig, mér finnst ekkert meira um það að segja.

Nú virðist krónan eitthvað vera að styrkjast svo brúnin ætti nú að lyftast á mörgum, einnig er margir sjálfstæðismenn hættir að fá útbrot þegar minnst er á Evrópusambandið, þannig að enn er von þar. Ég hef svo sem sagt það fyrir löngu að við ættum að ganga í sambandið og taka upp evruna, sem er eitthvað stöðugri en krónan. Mér líst aftur á móti ekkert á að taka upp dollar, hverjum datt það eiginlega í hug?

Hérna situr maður í vinnunni og nennir ekki að vinna, síminn hringir varla og það berst bara einn og einn póstur, sem sjaldnast er vinnutengdur og maður telur dagana þar til maður fer í frí. Í dag eru það 8 vinnudagar.

Engin ummæli: