föstudagur, júlí 04, 2008

Saxi, ekki læknir sko!

Ég læddi hérna inn á hliðarlínuna tengil á gamlan skólabróður minn hann Einar Braga mikill saxófónleikari sem býr nú austur á Seyðisfirði. Hann var að flytja frumsamið verk sitt Drauma og naut þar aðstoðar annars "gamals" Garðbæings hennar Irmu Gunnarsdóttur, sem samdi dansana, í virkjanagöngunum í Fljótsdal, hefði gjarnan viljað vera þarna frábær stemmning og sérstakt umhverfi. Kíkið á myndböndin á síðunni hans.

Vona að þau komi með þetta hingað suður.

Engin ummæli: