fimmtudagur, júlí 10, 2008
Mamma mia!
Fór að sjá Mamma mia í gær með Gelgjunni. Hún er reyndar búin að sjá "showið" í London tvisvar sem er meira en ég get sagt þar sem ég hef ekki séð það. Mér fannst myndin yndisleg, bæði grét og hló. Ofsalega gaman að sjá heldri leikara, þ.e. sem ekki eru bara þrjátíu og eitthvað í svona skemmtilegri mynd. Reyndar eru þessir karlmenn sem léku í myndinni alveg sér á parti, allir fjallmyndarlegir og sama má svo sem segja um konurnar, en samt náðu þau einhvern vegin að leika svona nokkuð venjulegt fólk hehehe.....
Svo er tónlistin líka alveg frábær, hlustaði nú á ABBA hérna í gamla daga alveg í rot, og safnaði ABBA myndum hmmm....
Mæli með þessari mynd fyrir alla.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli