Ég beið spennt eins og a.m.k. hálf þjóðin á föstudag eftir að gerð yrði grein fyrir hinum fræga "aðgerðarpakka" ríkisstjórnarinnar. Mér fannst þetta svo bara vera píp.... í alvöru. Þarna var verið að kynna ráðstafanir sem langflestar miðuðu að því að mýkja fall þeirra sem fara á hausinn, þarna var eiginlega ekkert fyrir svona venjulegar fjölskyldur eins og mína. Það sem helst kemur við mína buddu í þessum pakka var að það á að smyrja verðbæturnar á lánin til fleiri ára í stað þess að hækka þau strax um þessi rúmlega 20% sem verðbólgan stendur í í dag. Sko takið eftir lánin ykkar hækka samt um 20% en það geta bara liðið nokkur ár þangað til allar verðbæturnar verða komnar á lánið. Svo á að hætta að skuldajafna vaxtabótum og barnabótum.... hey það er bara gert við fólk sem er í vanskilum, hvað með okkur hin sem aldrei og þá meina ég aldrei hafa borgað dráttarvexti heldur greiðum okkar skuldir ávallt á gjalddaga. Svo var talað um að dreifa barnabótum á 12 mánuði í stað þess að greiða þær á 3ja mánaða fresti.... hvað með okkur sem varla sjáum barnabætur og í raun hafði ég aldrei séð slíkt síðan ég bjó í Danmörku fyrr en ég var orðin einstæð, þá sáust þær aðeins í bókhaldinu hjá mér, en ef þær eiga að koma í hverjum mánuði þá gleymast þær nú bara í súpunni. Það er eiginlega betra að fá einhvern smápening á 3ja mánaða fresti og gera þá eitthvað fyrir krakkana í stað þess að smyrja þessu á 12 mánuði. Þannig að ég gef bara skít í þennan fræga, margumtalaða "aðgerðarpakka".
Og svo er stóra spurningin hvað á að gera í þessu láni frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, eigum við að taka það til að bjarga þessari verðlausu, einskisnýtu krónu eða eigum við bara að skpta yfir í annan gjaldeyri og sleppa því. Fáum við þetta lán yfirhöfuð, fer það allt í þessa innlánsreikninga í útlöndum eða breytir það einhverju hérna heima, svona í praksís?
Svona smá pirr.....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli