Ég hlusta nú oftast á útvarpið á leiðinni í vinnuna og er það svona upp og ofan hvaða stöð verður ofaná, þegar Unglingurinn er búinn að vera með bílinn þá er það yfirleitt X-ið, ef Gelgjan hefur verið með mér í bílnum þá er það FM957 og svo á ég það til að flakka á milli, Léttbylgjan, Bylgjan, Rás2, Saga ofl. ofl.
Í morgun var FM957 á og eru þau þarna kjánarnir á Súper að flippa, mér finnst hún Sigga eitthvað svo einlæg, hún minnir mig stundum á sjálfa mig, þegar ég læt ýmislegt flakka á kaffistofunni hérna í vinnunni. En allavega barst Robert Downey jr. í tal þarna í morgun og hún missti það út úr sér hvað þetta væri fallegur maður og auðvitað gripu þeir þetta þarna vitleysingarnir sem eru með henni og snéru þessu á alla kanta, fóru að ræða kynlífstæki ofl ofl. en svo kom gullkornið sem ég greip og sem fékk mig til að skella uppúr... Þeir fóru að spyrja Siggu hvað væri orðið langt siðan hún hætti með kærastanum og það eru einhverjir mánuðir og svo missir hún útúr sér að hún vonaði að hún væri nú ekki eina konan sem þetta gerðist fyrir, en það væri soldið svoleiðis hjá henni að þegar einhverjir mánuðir væru liðnir frá því að hún hefði verið með karlmanni, þá færi hún að horfa á karlmenn "öðru vísi" hehehe.... ég get sko sannfært hana um það að hún er ekki ein í heiminum með þetta vandamál......
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli