Næstkomandi laugardag þann 15. nóvember mun skátafélagið Mosverjar standa fyrir gönguferð á Mosfell. Safnast verður við skátaheimilið við Varmá kl. 10:00 og sameinast í bíla.
Mér finnst þetta frábært framtak hjá þeim í skátafélaginu að drífa sveitunga vora á fjöll í sveitinni okkar. Ég ætla að fara með Tinnu mína og hreyfa okkur "mæðgurnar".
Annars ákvað ég það þegar ég fékk hana að 15. nóvember væri afmælisdagurinn hennar, en málið er að ég fæ hana í lok apríl í fyrra og þá var mér sagt að hún væri rúmlega 5 mánaða þannig að ég taldi af minni alkunnu snilld mánuðina til baka og komst að þessari niðurstöðu. Semsagt hún Tinna okkar á afmæli á laugardag og verður þá 2ja ára, sem gerir 14 ára í hundaárum. Bara orðin gelgja þessi elska.
Og svo út að ganga, vonast til að sjá sem flesta á laugardagsmorgun.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli