þriðjudagur, nóvember 04, 2008

Kaupréttarákvæði bankanna

Sá í blöðunum í morgun hálfstaðfest það sem gekk eins og eldur í sinu um bloggheima og í netpósti í gær. Það er að lykilstarfsmenn bankanna hafi fengið að kaupa hluti í bankanum sínum, bankinn lánaði þeim fyrir honum, örugglega með veði í hlutabréfunum, og gjalddagi var einhvern tíman þegar hentaði, menn áttu ekki að geta tapað á þessu og séð var fram á að verðgildi bankanna myndi hækka með ofurhraða.

Ok, það gerðist sem enginn átti von á, en það var að bankarnir urðu verðlausir og hvað varð þá um "aumingja" starfsmennina sem nú sitja uppi með verðlausan hlut og skuldir uppá tugi eða hundruðir milljóna ja ef ekki milljarða. Hvað er nú til ráða? Sko þetta eru "lykilstarfsmenn", ég meina þetta er örugglega hæfasta fólkið og það má ekki vera í lykilstöðum í bankanum ef það verður gjaldþrota........ Bull.... auðvitað á þetta fólk að greiða sínar skuldir eins og aðrir. Sumir náðu að bjarga sér með því að stofna hlutafélög eins og "skuldirnar_mínar hf" og sleppa þá við persónulegt gjaldþrot.....

Allt þetta fólk er búið að eiga þessa hluti í nokkur ár og það þarf enginn að segja mér að ekki hafi verið greiddur arður úr bönkunum því það hefur verið gert og hvað hefur þetta fólk þá gert við þá peninga, auðvitað á það að skila þeim eins og öðru.... Það er bull að ekki finnist hæft fólk, fullt af atvinnulausu kláru fólki sem gæti stýrt þessu ja ekki síður en þessir "lykilstjórnendur" ég meina það voru nú einu sinni þeir sem settu bankana á hliðina .. ... come on ég skal taka við bankastjórastöðu einhvers staðar, treysti mér sko alveg í það, hef unnið í banka í fjölda ára við góðan orðstý.........

Ég er að hugsa um að senda Pollýönnu í frí.... langt frí....

Engin ummæli: