þriðjudagur, febrúar 17, 2009
Viðutan...
Ég er búin að vera eitthvað viðutan þessa dagana. Veit ekkert almennilega afhverju, bara á svona daga stundum.....
Þeir sem þekkja okkur vita að við erum svona B-fjölskylda... getum vakað frameftir öllu og sofið frameftir öllu líka.... Eigum oft erfitt með að vakna á morgnana. Þetta á einnig við um Skottuna. Hún stendur á því fastar en fótunum á kvöldin að hún sé bara ekkert freitt... og finnist leiðinlegt að fara að sofa. Á morgnana þegar hún þarf að vakna leggur hún handlegginn um hálsinn á manni, kúrar sig í hálsakotið og treður ísköldum tásunum undir sængina hjá manni. (Sko við sofum nefnilega saman í "fjölskyldurúminu", ég og hún). Svo tekur við óratími þar sem ég kitla hana, tala við hana, strýk henni um vangann, fer í "kemur kallinn labbandi, ætlar að heimsækja....." en allt kemur fyrir ekki, hún bara umlar og nennir ekki að vakna. Þá þarf að grípa til annarra ráða og þýðir það að ég kveiki ljósin, fer á fætur og í sturtu á meðan kúrir hún sig áfram undir sæng... það er eiginlega ekki fyrr en ég fer að hóta með því að nú sé ég bara tilbúin og sé farin, eða að nú sé hún að verða of sein að fá morgunmat.... að eitthvað fer að gerast. En allavega þegar að þessu kemur erum við oftast orðnar í frekar mikilli tímaþröng og þá hefst leitin að bíllyklunum, húslyklunum, veskinu, gemsanum osfrv.... auðvitað er þetta allt á sínum stað hmmm.... ja eða þannig.
Allavega gerðist það um daginn að ég fann ekki veskið mitt. Ég leitaði og leitaði, í öllum vösum og veskjum, á öllum borðum og inni í öllum herbergjum en allt kom fyrir ekki. Þar sem ég hafði verið í einhverju stússi daginn áður hafði ég eiginlega ekki hugmynd um það hvar ég hefði getað týnt helv. veskinu, svo ég endaði með að hringja í VISA og láta loka öllum kortum svona til öryggis, á svo eitt svona vara visakort hér heima sem ég stakk í vasann til að vera ekki alveg peningalaus. Á leiðinni í vinnunna fór ég aftur yfir atburðarás kvöldsins áður og þá kviknaði ljós, skottið á bílnum.... jú það passaði, ég hafði verslað í matvörubúð og sett pokana í skottið, haldið á veskinu og lagt það frá mér á gólfið á skottinu á meðan ég kom pokunum fyrir. Ok... þetta slapp fyrir horn, nema nú þurfti ég að fara í bankann að opna kortin að nýju...
Nokkrum dögum seinna var það bíllykillinn. Nú vill þannig til að ég týndi varalyklinum af bílnum fyrir tveimur árum síðan, en tímdi svo ekki að láta gera nýjan lykil, og það kom aftan að mér um daginn. Þarna stóðum við mæðgurnar löngu tilbúnar í anddyrinu og fundum enga lykla, ekki var hægt að grípa til varalykla svo við vorum bara soldið "stuck". Sem betur fer er stutt í leikskólann þannig að ég ákvað að labba bara með Skottuna í leikskólann og koma svo aftur og leita áður en ég léti skapvonsku mína og pirring bitna á saklausu barninu. Jú, jú þetta gekk, en svo hófst leitin. Ég lýg því ekki að ég leitaði í klukkutíma, fór í alla skápa, alla vasa bæði hjá mér og hjá syninum, því hann á það til að fá bílinn og stinga lyklunum í buxnavasann, gekk meira að segja svo langt að ég hringdi í hann í skólann til að spyrja að þessu og hann sór og sárt við lagið að hann hefði ekki hreyft bílinn kvöldinu áður og enn leitaði ég. En að lokum já að lokum fann ég hann í vasanum á kraftgallanum mínum, hafði farið út með hundinn kvöldinu áður og átt eitthvað erindi í bílinn í leiðinni. Allavega ég fór beint í umboðið og lét smíða nýjan lykil... sama hvað hann kostaði.
En þetta er soldið týpísk ég sko.....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli