Þessum dásamlega sunnudegi eyddi ég á frábæru námskeiði hjá Guðjóni Bergmann. Lærði hugarró og innri frið.... ekki veitti af hmmm... er búin að vera eitthvað svo klikkuð síðustu vikur hmmmm.... Við skulum nú ekkert fara frekar útí þá sálma.
En aftur að námskeiðinu, þarna var maður tilbúinn að sitja inni í góða útivistarveðrinu á námskeiði allan daginn frá 10:00 - 16:00. En vitiði það, þessum tímum var vel varið og ég er búin að ákveða það að það sem ég lærði í dag verður notað í framtíðinni. Það er svo margt sem truflar hugsunina og þarna lærði maður aðferðir til að hreinsa hugann og slaka á, frábært.
Það eru 7 atriði sem hjálpa manni til að ná hugarró þau eru:
Leidd slökun
Breytt iðja eða umhverfi
Einföld endurtekning
Snerting (maður fær nú aldrei nóg af henni)
Hugleiðsla og þögn
Öndunaræfingar
Æðruleysi og fyrirgefning
Þarna var farið yfir þessi atriði og okkur kennd slökun og hugleiðsla auk öndunaræfinga. Ég held að þetta séu frábær verkfæri sem maður getur nýtt sér til betra lífs.
Nú er bara að lofa sér ekki um of, heldur segja já ég ætla að taka slökun 2svar í viku, bara plús ef maður gerir eitthvað meira hehehe....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli