Já nú er búið að hrinda af stað Lífshlaupinu. Mitt góða fyrirtæki er þvílíkt virkt í þessu og búið er að setja saman ein 14 lið sem i eru frá 5-10 manns hverju, þannig að þið sjáið það bara, við ætlum greinilega að "massa" þetta.
En allavega ég lét tilleiðast og skráði mig með, maður er hvort eð er alltaf á ferðinni með hundinn svo það væri ekki verra að fá einhverja punkta fyrir það hehehe... En allavega til að bregðast nú ekki mínu liði fór ég í tæplega klukkustundar göngutúr í gær uppá Lágafell m.a. í 10 stiga frosti og geri nú aðrir betur hehehe...
En allavega allir að hreyfa sig nú...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hey - þið hefðuð átt að koma með mér á Esjuna - það var einmitt einn hundur ekkert ósvipaður Tinnu með í för og við fórum alveg að Steini ;0) ekkert smá gaman - komdu með næst KV. Madda
Skrifa ummæli