föstudagur, apríl 25, 2008

Gleðilegt sumar!

Jæja, þá segir dagatalið okkur að sumarið sé komið. Hef reyndar fulla trú á að það sé á næsta leyti, það liggur í loftinu.

Var hugsað til sonar míns þegar ég sá að 17 ára gamall piltur hefði verið tekinn á alltof miklum hraða á Suðurlandinu, minn er nefnilega með "hraðakstursgenið". Hvorki ég né pabbi hans getum keyrt á löglegum hraða, þurfum alltaf að vera aðeins yfir. Pabbi hans hefur reyndar lent nokkrum sinnum í því að vera sektaður fyrir vikið en ég hef sloppið hingað til. Var reyndar stoppuð í fyrra en þeir höfðu ekki náð mér á filmu þannig að ég slapp sem betur fer, ók soldið hratt hmmmm.....

heyrumst

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er nú ekki alveg sammála þessu, eftir 25 ára akstur verið tekin 2 x og það á innan við 80 km hraða i bæði skiptin.... og hef ekki vitað til að það væri vandamál að vera ekki á nokkuð löglegum hraða. :( :(