föstudagur, júlí 04, 2008
Vinna, sól og blíða!
Jæja, þá er sumarið komið fyrir alvöru á Íslandi, spáð hitabylgju um helgina og áfram næstu viku. Er þetta ekki alveg týpískt? Ég fer ekki í frí fyrr en 21. júlí þá verður örugglega byrjað að rigna eða hvað? Jæja Skottið er að fara í frí með pabba sínum núna þannig að þau ættu að geta notið blíðunnar.
En það er hrikalega erfitt að vinna í þessari stemmningu sem er í gangi, þeir fáu sem ekki eru í fríi í vinnunni eru í skreppitúrum, mæta seint og hætta snemma!!
Er eiginlega búin að lofa mér því að nýta tímann á meðan Skottið er hjá pabba sínum og mæta snemma í vinnunna. Þá meina ég bara svona hálfátta eitthvað svoleiðis. Jæja það kemur í ljós hvort maður stendur við stóru orðin.
Það sem toppar þetta eiginlega er að á morgun er ég víst búin að lofa mér í vinnu við Bíkarmót sundsambandssins og það er haldið innandyra í Reykjanesbæ púff...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
I could give my own opinion with your topic that is not boring for me.
that doesn't happen everyday. wish you all the best.
Skrifa ummæli