Er eitthvað skrítið þó að þjóðin sé komin á róandi og kvíðastillandi. Fletti að gamni í gegn um fyrirsagnir mbl.is síðasta sólarhringinn. Sko þetta er vísindalega gert.
63 sagt upp á Akranesi
Kaupþing hækkar vexti
Fresta rannsóknarborunum að Þeistareykjum
12 þúsund hafa skrifað undir áskorun
Hrina hópuppsagna hafin
Mosfellsbær tekur við rekstri íþróttamiðstöðvar
Óljóst með heimssýninguna
Samskip rifar seglin
Landsbankinn hækkar vexti
Starfshópur fjalli um stöðu fjölmiðla
Útgerðir töpuðu á gengisvörnum
Spornað við uppsögnum
Leita leiða til að hækka skammtímalán stúdenda erlendis
15 sagt upp hjá Nýherja og laun lækkuð
60 sagt upp hjá Ris ehf.
Seðlabankinn í mínus
Stjórn Seðlabankans víki
Árvakur fækkar störfum um 19 og lækkar laun stjórnenda
Áfengi hækkar um 5,25%
„Skelfilegt ástand“
Hálfdofnir þótt búist væri við uppsögnunum
Sífellt fleiri leita aðstoðar Íbúðalánasjóðs
Salan dregst saman um 40%
Rok og rigning á leiðinni
Fleiri hringja í Kvennaathvarfið vegna ofbeldis
Möguleiki á landflótta?
Turninn klæddur en öðru frestað
Mikill þrýstingur á verðhækkanir í verslunum
Þúsundir starfa tapast á næstunni
Uppsagnir í prentiðnaði tvöfölduðust í október
Uppsagnir hjá Kynnisferðum
Stjórn IMF fjallar um Ísland 5. nóvember
Rafræn umsókn um atvinnuleysisbætur
Hagrætt og sagt upp
Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks
Lýst eftir 15 ára pilti
Fólk hamstrar vín fyrir hækkun
Káfaði á 13 ára stúlku
Yfir 20 manns sagt upp hjá 365 og laun lækkuð
Félagar í Eflingu draga úr útgjöldum
Uppsagnir hjá Klæðningu
föstudagur, október 31, 2008
Fótboltastelpurnar okkar!
Kreppan borin saman við Afríku
Fékk þetta sent í pósti, njótið vel ;)
Íslensk kona hefur verið að styrkja námsmann í Uganda sem "óvænt varð á vegi hennar" eins og hún orðaði það. Hann var búinn að lofa að senda henni einkunnirnar sínar sem hann og gerði þegar þar að kom. Þar kom fram að hann hafði fengið A í öllum fögum og góða umsögn að auki. Það var nefnilega búið að gera honum ljóst að góður árangur væri lykillinn
að því að hann fengi áframhaldandi styrk.
Hún var að velta því fyrir sér hvort rétt væri að reyna að segja honum frá gangi mála hér á landi, og að það gæti því miður reynst nauðsynlegt að skera eitthvað niður styrkinn vegna hins breytta ástands hérna megin.
En ef reynt væri að útskýra hið Íslenskakreppuástand fyrir honum gæti það samtal orðið á eftirfarandi nótum.
*Heyrðu félagi, það er úr vöndu að ráða. Íslenska þjóðin er gjaldþrota!
Hvað segirðu, en leiðinlegt að heyra, eigið þið þá ekki fyrir baunum og maís?
*Jú reyndar eru búðir fullar af mat og enginn vöruskortur.
Hvað segirðu, þið eigið þá mat. Það er gott. En eigið þiðþá ekki þak yfir höfuðið lengur!
*Jú við eigum reyndar íbúð eins og flestir og það eru fáir heimilislausir á Íslandi.
En hvað segirðu mér þá? Gengur plága yfir landið, eru allir veikir og heilbrigðiskerfið lamað?
*Nei nei reyndar ekki, við fáum nánast ókeypis læknaþjónustu og erum með ágætt heilbrigðiskerfi.
Nú jæja. Það var gott að heyra. En eru þá skólarnir að loka og fá kannski ekki allir tækifæri til að læra að lesa lengur og sérstaklega þá ekki konur.
*Jú reyndar er 99,9% læsi á Íslandi og menntakerfið er ágætt, margir með háskólagráður og konur ekki síður en karlar.
Það er nú gott, en þið verðið þá að passa er að lenda ekki í stríði við nágrannaþjóðir ykkar.
*Uuuu við erum reyndar ekki með her og teljumst nú frekar friðsæl þjóð. En við þurfum bara að hlusta á bullið og stríðsyfirlýsingarnar í fíflinu honum Gordon Brown. Það er það sem við munum líklega komst næst því að fara í stríð.
Ok. Segðu mér nú samt ekki að þið komist ekki í hreint vatn.
*Við eigum reyndar besta vatn í heimi.
Nú, er vegakerfið þá ónýtt? Hérna í Afríku ganga allir eða nota asna og stundum reiðhjól. Það eru líka til strætisvagnar hérna, en þeir eru alltaf yfirfullir.
Eru kannski strætóarnir hjá ykkur hættir að ganga?
*Neeee... Það er verið að ræða um hvort almenningssamgöngur hér eigi að vera ókeypis, en það eru flestallir vegir malbikaðir og næstum allir eru á nýlegum bílum.
Eigið þið þá enga peninga til að gera ykkur glaðan dag? Ég meina, þú sagðir að þjóðin væri gjaldþrota.
*Flestir eiga reyndar einhvern sparnað á bókum þó sumir hafi tapað honum eða hluta hans síðustu daga. Það verður alla vega erfitt að kaupa stærri flatskjái og utanlandsferðunum verður að fækka.
Já, ég á kannski einhvern tíma eftir að fara til útlanda, en ég er nú líka frá Uganda. Hefur kannski enginn vinnu og þurfið þið núna öll að betla?
*Neiiij...! Atvinnuleysið er um 2% en við verðum að flytja Pólverjana aftur heim og fara sjálf að vinna vinnuna sem þeir unnu.
Hmmm... Svo þið hafið peninga, mat, húsaskjól, heilbrigðiskerfi, menntakerfi, búið við frið, eigið nóg hreint vatn og samgöngur eru góðar.
Segðu mér, hvert var vandamálið aftur?
Íslensk kona hefur verið að styrkja námsmann í Uganda sem "óvænt varð á vegi hennar" eins og hún orðaði það. Hann var búinn að lofa að senda henni einkunnirnar sínar sem hann og gerði þegar þar að kom. Þar kom fram að hann hafði fengið A í öllum fögum og góða umsögn að auki. Það var nefnilega búið að gera honum ljóst að góður árangur væri lykillinn
að því að hann fengi áframhaldandi styrk.
Hún var að velta því fyrir sér hvort rétt væri að reyna að segja honum frá gangi mála hér á landi, og að það gæti því miður reynst nauðsynlegt að skera eitthvað niður styrkinn vegna hins breytta ástands hérna megin.
En ef reynt væri að útskýra hið Íslenskakreppuástand fyrir honum gæti það samtal orðið á eftirfarandi nótum.
*Heyrðu félagi, það er úr vöndu að ráða. Íslenska þjóðin er gjaldþrota!
Hvað segirðu, en leiðinlegt að heyra, eigið þið þá ekki fyrir baunum og maís?
*Jú reyndar eru búðir fullar af mat og enginn vöruskortur.
Hvað segirðu, þið eigið þá mat. Það er gott. En eigið þiðþá ekki þak yfir höfuðið lengur!
*Jú við eigum reyndar íbúð eins og flestir og það eru fáir heimilislausir á Íslandi.
En hvað segirðu mér þá? Gengur plága yfir landið, eru allir veikir og heilbrigðiskerfið lamað?
*Nei nei reyndar ekki, við fáum nánast ókeypis læknaþjónustu og erum með ágætt heilbrigðiskerfi.
Nú jæja. Það var gott að heyra. En eru þá skólarnir að loka og fá kannski ekki allir tækifæri til að læra að lesa lengur og sérstaklega þá ekki konur.
*Jú reyndar er 99,9% læsi á Íslandi og menntakerfið er ágætt, margir með háskólagráður og konur ekki síður en karlar.
Það er nú gott, en þið verðið þá að passa er að lenda ekki í stríði við nágrannaþjóðir ykkar.
*Uuuu við erum reyndar ekki með her og teljumst nú frekar friðsæl þjóð. En við þurfum bara að hlusta á bullið og stríðsyfirlýsingarnar í fíflinu honum Gordon Brown. Það er það sem við munum líklega komst næst því að fara í stríð.
Ok. Segðu mér nú samt ekki að þið komist ekki í hreint vatn.
*Við eigum reyndar besta vatn í heimi.
Nú, er vegakerfið þá ónýtt? Hérna í Afríku ganga allir eða nota asna og stundum reiðhjól. Það eru líka til strætisvagnar hérna, en þeir eru alltaf yfirfullir.
Eru kannski strætóarnir hjá ykkur hættir að ganga?
*Neeee... Það er verið að ræða um hvort almenningssamgöngur hér eigi að vera ókeypis, en það eru flestallir vegir malbikaðir og næstum allir eru á nýlegum bílum.
Eigið þið þá enga peninga til að gera ykkur glaðan dag? Ég meina, þú sagðir að þjóðin væri gjaldþrota.
*Flestir eiga reyndar einhvern sparnað á bókum þó sumir hafi tapað honum eða hluta hans síðustu daga. Það verður alla vega erfitt að kaupa stærri flatskjái og utanlandsferðunum verður að fækka.
Já, ég á kannski einhvern tíma eftir að fara til útlanda, en ég er nú líka frá Uganda. Hefur kannski enginn vinnu og þurfið þið núna öll að betla?
*Neiiij...! Atvinnuleysið er um 2% en við verðum að flytja Pólverjana aftur heim og fara sjálf að vinna vinnuna sem þeir unnu.
Hmmm... Svo þið hafið peninga, mat, húsaskjól, heilbrigðiskerfi, menntakerfi, búið við frið, eigið nóg hreint vatn og samgöngur eru góðar.
Segðu mér, hvert var vandamálið aftur?
fimmtudagur, október 30, 2008
Einar Már og reiðin í samfélaginu.
Einar Már er mjög góður rithöfundur og ég hef lesið nokkrar bækurnar hans og haft gaman að. Ljóðin hans er líka góð. Las greinina sem hann skrifaði í Moggann, á þriðjudag held ég að það hafi verið, hann er svo sem ekki að segja neitt nýtt bara að ausa úr skálum reiði sinnar. Það eru margir í þjóðfélaginu í dag sem eru reiðir. Jú, ég get alveg skilið það, en ég vil ekki verða reið. Hef reynt það að vera reið og það er afskaplega slítandi, tætir mann í sundur og rænir mann orku.
Í þessu máli öllu hef ég ákveðið að vera ekki reið, stíga frekar eitt skref afturábak og horfa yfir sviðið, reyna að hjálpa til við að finna lausn á þessu í stað þess að rífa allt niður. Bylting er ekki lausnin, það skiptir ekki máli þó við hengjum 20 og fangelsum 100 það breytir ekki því sem búið er að gera. Og mér finnst bara að við ættum öll að leggjast á eitt og ausa bátinn áður en hann sekkur alveg. Þegar jafnvægi er komið er sjálfsagt að setja af stað óháðar rannsóknir og þá meina ég óháða utanaðkomandi rannsókn, ekki þýðir að láta þessa menn róta í undirfataskúffunum hjá hvor öðrum, kjósa og skipta um menn í brúnni í Seðlabankanum, bara ekki ákkúrat núna, núna skulum við einbeita okkur að því að bjarga því sem bjargað verður.
En ljóðin hans Einars standa fyrir sínu:
Hvort sem sagan
er línurit eða súlurit
í auga hagfræðingsins
er heimurinn
kartafla í lófa guðs.
og eitt gamalt:
Því miður, herra framkvæmdastjóri,
ég hef ekkert að bjóða
í þessum samningaviðræðum
nema þrjú tonn af kokteilsósu,
örfá eintök af dýrafræði Jónasar frá Hriflu
og allar hljómplötur Árna Johnsens.
Í þessu máli öllu hef ég ákveðið að vera ekki reið, stíga frekar eitt skref afturábak og horfa yfir sviðið, reyna að hjálpa til við að finna lausn á þessu í stað þess að rífa allt niður. Bylting er ekki lausnin, það skiptir ekki máli þó við hengjum 20 og fangelsum 100 það breytir ekki því sem búið er að gera. Og mér finnst bara að við ættum öll að leggjast á eitt og ausa bátinn áður en hann sekkur alveg. Þegar jafnvægi er komið er sjálfsagt að setja af stað óháðar rannsóknir og þá meina ég óháða utanaðkomandi rannsókn, ekki þýðir að láta þessa menn róta í undirfataskúffunum hjá hvor öðrum, kjósa og skipta um menn í brúnni í Seðlabankanum, bara ekki ákkúrat núna, núna skulum við einbeita okkur að því að bjarga því sem bjargað verður.
En ljóðin hans Einars standa fyrir sínu:
Hvort sem sagan
er línurit eða súlurit
í auga hagfræðingsins
er heimurinn
kartafla í lófa guðs.
og eitt gamalt:
Því miður, herra framkvæmdastjóri,
ég hef ekkert að bjóða
í þessum samningaviðræðum
nema þrjú tonn af kokteilsósu,
örfá eintök af dýrafræði Jónasar frá Hriflu
og allar hljómplötur Árna Johnsens.
mánudagur, október 27, 2008
Afmælishelgi !
Já þá er einni afmælishelginni lokið til viðbótar. Hélt uppá 15 ára afmæli dótturinnar í gær. Það er nú þannig að maður ætlar aldrei að læra þetta, það fór lungað af laugardeginum í það að baka og þrífa og svo var afmælið í gær. Þyrfti svo að vera einn dagur til viðbótar til að slaka á. Ætti kannski að prófa að halda þetta á laugardegi næst. Reyndar var þetta yndislegt afmælisboð og alltaf er jafngaman að fá fólkið sitt í heimsókn.
Sonurinn var líka að gera það gott á sundmóti í Hafnarfirði, ofsalega stolt mamma, hann komst í úrslit í 4 af 6 greinum sem hann tók þátt í. Gott fyrir hann að fá smá púst og sjá afrakstur af öllum æfingunum.
Allavega mjög þéttsetin helgi.
Sonurinn var líka að gera það gott á sundmóti í Hafnarfirði, ofsalega stolt mamma, hann komst í úrslit í 4 af 6 greinum sem hann tók þátt í. Gott fyrir hann að fá smá púst og sjá afrakstur af öllum æfingunum.
Allavega mjög þéttsetin helgi.
föstudagur, október 24, 2008
IMF
Jæja, ráðamenn þjóðarinnar hafa talað. Við ætlum að fá 2ja milljarða lán frá IMF eða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem á að hjálpa okkur uppúr versta pyttinum. Vonandi fáum við lán annars staðar frá, t.d. frá Noregi, en það kemur nú í ljós. Þetta eru allavega jákvæðar fréttir fyrir þjóðina held ég. Mér skildist á þeim að ekki yrði um erfið skilyrði að ræða, allavega engin svona óyfirstíganleg.
Mig vantar 250 evrur fyrir næsta föstudag, á einhver svoleiðis sem er tilbúinn að selja mér hehehe...
Mig vantar 250 evrur fyrir næsta föstudag, á einhver svoleiðis sem er tilbúinn að selja mér hehehe...
fimmtudagur, október 23, 2008
Íslenska efnahagsundrið!
Fékk ágætis skýringu á íslenska hlutabréfaruglinu:
Þú átt 2 kýr. Þú selur 3 þeirra til fyrirtækis á opnum markaði með veði í gervifyrirtæki mágs þíns, gengur svo frá yfirtöku með vísan í skráningu á markaði þannig að þú færð allar 4 kýrnar tilbaka og skattaívilnanir vegna einnar til viðbótar. Afurðarétturinn af kúnum 6 er færður yfir á fyrirtæki í Karíbahafinu, en leynilegur meirihlutaeigandi þess selur þér aftur réttinn að öllum 7 kúnum. Samkvæmt ársskýrslu á fyrirtækið nú 8 kýr, með eigendarétti að einni til viðbótar. Þú selur eina kú til þess að þóknast ónefndum stjórnmálamanni og átt þá níu kýr. Rétturinn að nautinu er seldur almenningi í hlutafjárútboði.
Svo er annað sem ég vil líka tjá mig um. Það eru háværar raddir þess efnis í þjóðfélaginu núna að það eigi bara að skipta um stjórn. Sko ég sé ekki alveg að það skipti öllu máli hver heldur um stýrið á sökkvandi skipi, og svo finnst mér betra að þeir sem eru að reyna að stýra þessu einbeiti sér að því og séu ekki að hugsa um eitthvað annað rétt á meðan.
miðvikudagur, október 22, 2008
Money, money, money....
Það er ýmislegt í þessu "bankamáli" öllu sem ég hreinlega ekki skil.... Sko, ég hef talið mig svona ágætlega vel gefna hingað til, en einhvern veginn er svo margt í þessu sem enginn skilur nema einhverjar örfáar hræður, eða ég ætla nú rétt að vona að þeir skilji þetta.....
Hvaða áhrif á þetta eftir að hafa á budduna mína? Framtíð mína, lífeyrissjóðinn minn, börnin mín? Mér finnst svo mikið rætt um það að það þurfi svona og svona lán frá alþjóðagjaldeyrissjóðnum með svona og svona skilyrðum... sko kemur mér það eitthvað við, skiptir það aðal máli fyrir mig hvort lánið fæst frá Rússum, IMF, Norðurlandaþjóðunum eða hvað?? Málið er bara að þessir toppar þarna eiga bara að redda þessu eftir þeim leiðum sem færar eru þannig að það hafi sem minnst áhrif á afkomu mína....
Mér finnst í þessu öllu saman vanta svona almenna umræðu, svona einhvern sem skýrir það út fyrir mér hvaða áhrif þetta á eftir að hafa á afkomu mína og minna....
mánudagur, október 20, 2008
Virðum lög og reglu allavega lögregluna!
Það kom í fréttum núna um helgina að hópur manna hafi ráðist á lögreglumenn sem komu að í venjulegt útkall, þar sem kvartað var yfir hávaða í heimahúsi. Reyndar var svo tekið fram að um útlendinga hafi verið að ræða og þeir hafi ráðist í hóp á tvo lögreglumenn.
Ég veit það ekki, en mér finnst að með fjölgun útlendinga hafi slíkum tilvikum fjölgað. Ég er ekki sátt við það að lögreglan okkar þurfi að fara að gera sérstakar ráðstafanir af því að þeir útlendingar sem hér eru bera ekki sömu virðingu fyrir henni og við hin.
Ég er ekki sátt við það að lögreglan okkar þurfi að fara að bera vopn af því hér eru staddir einstaklingar sem ekki kunna eða virða þær óskrifuðu og skrifuðu reglur í samfélaginu sem hér gilda. Ég er ansi hrædd um það að með þessu fari lögreglan að grípa til vopna fyrr en áður og "slysum" vegna vopnanotkunar lögreglu fjölgi.
Ég segi nei takk við vopnaðri lögreglu.
sunnudagur, október 19, 2008
Konan og jeppinn!
Tók eftir því að ég hef bara ekki bloggað í heila viku.... já og jammm... hef svo sem ekkert að blogga um svona þessa síðustu og verstu. Það flæðir inn í pósthólfið hjá manni alls konar grín um "kreppuna" og slíkt og það væri alveg hægt að henda einhverju slíku hér inn. Ég hef reyndar oftast reynt að halda mig við frumsamið efni í þessu bloggi mínu.
Af öllum bröndurunum og gríninu sem ég hef fengið síðustu viku vakti eitt athygli mína og það var þessi mynd af þessum Range Rover jeppa sem á stendur Game over... en það sem vakti athygli mína var, hvað er þessi kona að gera á þessari mynd, er hún líka "game over" eru svona konur ekki lengur til heldur eða hvað??
Eitt af þessum óþolandi tilvikum þar sem fallegum, jafnvel hálfnöktum konum er blandað í alls óskylda hluti.
Smá pirr....
laugardagur, október 11, 2008
Steinn Steinarr
Ég sá það að haldið var uppá aldar afmæli Steins Steinarrs í dag. Steinn hefur verið minn uppáhalds ljóðahöfundur svo lengi sem ég man eftir. Mér finnst ljóðin hann æðisleg. Þau bera oftast í sér einhvern boðskap, eða ádeilu. Reyndar eru þau frekar svona þunglyndisleg og einkennilegt hvað oft er talað um gamla menn í ljóðum hans. Það er eins og hann hafi óttast ellina, en samt náði hann ekki að verða nema fimmtugur.
Hann hefur samið mörg snilldarljóð og hafa mörg þeirra verið sungin í dægurlagatextum. Ég meina það er enginn nema snilli sem hefur samið ljóð eins og þetta, fann það af handahófi í bókinn minni. Ég meina maður sér þetta sko alveg fyrir sér hehehe...:
Hann hefur samið mörg snilldarljóð og hafa mörg þeirra verið sungin í dægurlagatextum. Ég meina það er enginn nema snilli sem hefur samið ljóð eins og þetta, fann það af handahófi í bókinn minni. Ég meina maður sér þetta sko alveg fyrir sér hehehe...:
Hugmynd
Ég er hættur að mæðast,
þó brekkan sé brött.
Allsnakin kona
kemur gangandi
með gráan kött.
Gamall maður í gulum frakka
situr á trébekk við torgið
og segir:
Faðir vor, þú, sem ert á himnum.
Heiminum er borgið.
Ný Verkfræðistofa.
Nú er nýja fyrirtækið okkar komið í loftið. Nafnið er soldið skrýtið en það venst vel, EFLA og svo undirtitill "-allt mögulegt" sem þýðir auvitað fjölbreytni og að allt sé mögulegt.... Mér líst vel á þetta og var haldið uppá það í gær með glæsibrag, þvílíkt partý.... rosa fjör..... Sko engin lognmolla hér, bara bjartsýni í gangi og vil ég meina að þetta fyrirtæki sé eitt það bjartsýnasta á Íslandi í dag. En maður er nú að kljást við timburmennina í dag eins og bankamennirnir......
miðvikudagur, október 08, 2008
Pollýanna
Já talandi um að það gerðist margt á einni viku, það má eiginlega segja að það gerist eitthvað á hverjum degi í þessum "fellibyl" sem nú geysar í fjármálaheiminum. Maður heldur alltaf að nú hljótum við að vera búin að ná botninum... en svo kemur alltaf í ljós að staðan getur bara orðið enn verri.... hmmm... þetta er eins og að ganga á fjall og halda alltaf að næsti toppur sé aðaltoppurinn en sjá þá annan aðeins hærri ekki langt frá. Púff....
Pollyanna hefur nú verið alls ráðandi hérna hjá mér, þar til í dag, þá fékk ég smá svona panikkast, einhver fór að tala um að það gæti gerst að ekki yrði hægt að nota kreditkort og ég sem nota alltaf slíkt og velti mánuðinum á undan mér. Æji ég get ekki neitað því að ég kippti einum poka af hveiti og öðrum af sykri með í körfuna í Bónus.
Davið fékk drottningarviðtal í gær sem mér fannst reyndar bara mjög gott, hann fékk réttu spurningarnar frá Simma og svaraði þeim mjög vel án þess að vera með pirring eða hroka eins og hans er von og vísa. Svo mætti halda að það væri kona sem stjórnaði "Íslandi í dag", haldið ekki að þar hafi verið mættir í viðtal tveir myndarlegustu þingmennirnir okkar eða Bjarni Ben. og Árni Páll en báðir myndu þeir sóma sér vel hérna í sófanum hjá mér.... með kertaljós og.... Já og svo var viðtal við skólabróður minn hann Sigurjón bankastjóra Landsbankans í Kastljósinu, en hann þótti nú afskaplega myndarlegur hérna á árum áður.
Allavega gott sjónvarpskvöld hjá mér hehehehe...
Pollyanna hefur nú verið alls ráðandi hérna hjá mér, þar til í dag, þá fékk ég smá svona panikkast, einhver fór að tala um að það gæti gerst að ekki yrði hægt að nota kreditkort og ég sem nota alltaf slíkt og velti mánuðinum á undan mér. Æji ég get ekki neitað því að ég kippti einum poka af hveiti og öðrum af sykri með í körfuna í Bónus.
Davið fékk drottningarviðtal í gær sem mér fannst reyndar bara mjög gott, hann fékk réttu spurningarnar frá Simma og svaraði þeim mjög vel án þess að vera með pirring eða hroka eins og hans er von og vísa. Svo mætti halda að það væri kona sem stjórnaði "Íslandi í dag", haldið ekki að þar hafi verið mættir í viðtal tveir myndarlegustu þingmennirnir okkar eða Bjarni Ben. og Árni Páll en báðir myndu þeir sóma sér vel hérna í sófanum hjá mér.... með kertaljós og.... Já og svo var viðtal við skólabróður minn hann Sigurjón bankastjóra Landsbankans í Kastljósinu, en hann þótti nú afskaplega myndarlegur hérna á árum áður.
Allavega gott sjónvarpskvöld hjá mér hehehehe...
þriðjudagur, október 07, 2008
Edinborg og ástandið.
Já það gerist margt á einni viku..... Jæja, mér fannst ræða Geirs í gær helst minna á yfirlýsingu vegna stríðsástands eða heimsendis.... en ok, þetta var nauðsynlegt, það voru allir að tala um aðgerðir.
Nú eigum við vini bæði á Norðurlöndum og í Rússlandi, þannig að þetta getur nú lítið annað en farið skánandi.
Ég var annars í Edinborg um síðustu helgi og fannst hún alveg frábær. Það eina sem mér fannst að er að þeir hita ekki upp húsin sín og svo var rigning og raki, fötin urðu rök og gallabuxurnar náðu ekki að þorna á milli daga. Einnig var allt ástandið uppíloft hérna heima svo maður vissi eiginlega ekki hvaða gengi maður átti að reikna með en það var að lágmarki 200 kall pundið. Ekki var mikið verslað en þess meira talað, gengið, hlegið, borðað og drukkið. Frábær ferð í alla staði.
Nú eigum við vini bæði á Norðurlöndum og í Rússlandi, þannig að þetta getur nú lítið annað en farið skánandi.
Ég var annars í Edinborg um síðustu helgi og fannst hún alveg frábær. Það eina sem mér fannst að er að þeir hita ekki upp húsin sín og svo var rigning og raki, fötin urðu rök og gallabuxurnar náðu ekki að þorna á milli daga. Einnig var allt ástandið uppíloft hérna heima svo maður vissi eiginlega ekki hvaða gengi maður átti að reikna með en það var að lágmarki 200 kall pundið. Ekki var mikið verslað en þess meira talað, gengið, hlegið, borðað og drukkið. Frábær ferð í alla staði.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)