fimmtudagur, október 23, 2008

Íslenska efnahagsundrið!


Fékk ágætis skýringu á íslenska hlutabréfaruglinu:

Þú átt 2 kýr. Þú selur 3 þeirra til fyrirtækis á opnum markaði með veði í gervifyrirtæki mágs þíns, gengur svo frá yfirtöku með vísan í skráningu á markaði þannig að þú færð allar 4 kýrnar tilbaka og skattaívilnanir vegna einnar til viðbótar. Afurðarétturinn af kúnum 6 er færður yfir á fyrirtæki í Karíbahafinu, en leynilegur meirihlutaeigandi þess selur þér aftur réttinn að öllum 7 kúnum. Samkvæmt ársskýrslu á fyrirtækið nú 8 kýr, með eigendarétti að einni til viðbótar. Þú selur eina kú til þess að þóknast ónefndum stjórnmálamanni og átt þá níu kýr. Rétturinn að nautinu er seldur almenningi í hlutafjárútboði.

Svo er annað sem ég vil líka tjá mig um. Það eru háværar raddir þess efnis í þjóðfélaginu núna að það eigi bara að skipta um stjórn. Sko ég sé ekki alveg að það skipti öllu máli hver heldur um stýrið á sökkvandi skipi, og svo finnst mér betra að þeir sem eru að reyna að stýra þessu einbeiti sér að því og séu ekki að hugsa um eitthvað annað rétt á meðan.

Engin ummæli: