laugardagur, október 11, 2008

Steinn Steinarr

Ég sá það að haldið var uppá aldar afmæli Steins Steinarrs í dag. Steinn hefur verið minn uppáhalds ljóðahöfundur svo lengi sem ég man eftir. Mér finnst ljóðin hann æðisleg. Þau bera oftast í sér einhvern boðskap, eða ádeilu. Reyndar eru þau frekar svona þunglyndisleg og einkennilegt hvað oft er talað um gamla menn í ljóðum hans. Það er eins og hann hafi óttast ellina, en samt náði hann ekki að verða nema fimmtugur.

Hann hefur samið mörg snilldarljóð og hafa mörg þeirra verið sungin í dægurlagatextum. Ég meina það er enginn nema snilli sem hefur samið ljóð eins og þetta, fann það af handahófi í bókinn minni. Ég meina maður sér þetta sko alveg fyrir sér hehehe...:


Hugmynd

Ég er hættur að mæðast,
þó brekkan sé brött.

Allsnakin kona
kemur gangandi
með gráan kött.

Gamall maður í gulum frakka
situr á trébekk við torgið
og segir:

Faðir vor, þú, sem ert á himnum.
Heiminum er borgið.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Haha snilld - mér líkar Steinn Steinar - Maddamamma