Já það gerist margt á einni viku..... Jæja, mér fannst ræða Geirs í gær helst minna á yfirlýsingu vegna stríðsástands eða heimsendis.... en ok, þetta var nauðsynlegt, það voru allir að tala um aðgerðir.
Nú eigum við vini bæði á Norðurlöndum og í Rússlandi, þannig að þetta getur nú lítið annað en farið skánandi.
Ég var annars í Edinborg um síðustu helgi og fannst hún alveg frábær. Það eina sem mér fannst að er að þeir hita ekki upp húsin sín og svo var rigning og raki, fötin urðu rök og gallabuxurnar náðu ekki að þorna á milli daga. Einnig var allt ástandið uppíloft hérna heima svo maður vissi eiginlega ekki hvaða gengi maður átti að reikna með en það var að lágmarki 200 kall pundið. Ekki var mikið verslað en þess meira talað, gengið, hlegið, borðað og drukkið. Frábær ferð í alla staði.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli