Tók eftir því að ég hef bara ekki bloggað í heila viku.... já og jammm... hef svo sem ekkert að blogga um svona þessa síðustu og verstu. Það flæðir inn í pósthólfið hjá manni alls konar grín um "kreppuna" og slíkt og það væri alveg hægt að henda einhverju slíku hér inn. Ég hef reyndar oftast reynt að halda mig við frumsamið efni í þessu bloggi mínu.
Af öllum bröndurunum og gríninu sem ég hef fengið síðustu viku vakti eitt athygli mína og það var þessi mynd af þessum Range Rover jeppa sem á stendur Game over... en það sem vakti athygli mína var, hvað er þessi kona að gera á þessari mynd, er hún líka "game over" eru svona konur ekki lengur til heldur eða hvað??
Eitt af þessum óþolandi tilvikum þar sem fallegum, jafnvel hálfnöktum konum er blandað í alls óskylda hluti.
Smá pirr....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli