Já talandi um að það gerðist margt á einni viku, það má eiginlega segja að það gerist eitthvað á hverjum degi í þessum "fellibyl" sem nú geysar í fjármálaheiminum. Maður heldur alltaf að nú hljótum við að vera búin að ná botninum... en svo kemur alltaf í ljós að staðan getur bara orðið enn verri.... hmmm... þetta er eins og að ganga á fjall og halda alltaf að næsti toppur sé aðaltoppurinn en sjá þá annan aðeins hærri ekki langt frá. Púff....
Pollyanna hefur nú verið alls ráðandi hérna hjá mér, þar til í dag, þá fékk ég smá svona panikkast, einhver fór að tala um að það gæti gerst að ekki yrði hægt að nota kreditkort og ég sem nota alltaf slíkt og velti mánuðinum á undan mér. Æji ég get ekki neitað því að ég kippti einum poka af hveiti og öðrum af sykri með í körfuna í Bónus.
Davið fékk drottningarviðtal í gær sem mér fannst reyndar bara mjög gott, hann fékk réttu spurningarnar frá Simma og svaraði þeim mjög vel án þess að vera með pirring eða hroka eins og hans er von og vísa. Svo mætti halda að það væri kona sem stjórnaði "Íslandi í dag", haldið ekki að þar hafi verið mættir í viðtal tveir myndarlegustu þingmennirnir okkar eða Bjarni Ben. og Árni Páll en báðir myndu þeir sóma sér vel hérna í sófanum hjá mér.... með kertaljós og.... Já og svo var viðtal við skólabróður minn hann Sigurjón bankastjóra Landsbankans í Kastljósinu, en hann þótti nú afskaplega myndarlegur hérna á árum áður.
Allavega gott sjónvarpskvöld hjá mér hehehehe...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli