fimmtudagur, desember 04, 2008

Davíð... eina ferðin enn...


Vitiði mér finnst Davíð "æðislegur" í þeirri merkingu sem þið viljið hafa það. Það er spurning hvort hann sé ekki bara "æðislegur" í þeirri merkingu að hann sé hreinlega "óður" og á hann sé runnið "æði". Mér finnst að þessi þjóð ætti nú að setja hann af og hætta að hlusta á hann. Á meðan öll þjóðin stendur á öndinni í hvert sinn sem maðurinn opnar munninn er tilgangi hans náð. Hann vill að öll þjóðin standi á öndinni, hann vill að allir hlusti á sig, hann vill vera á annarri hverri bloggsíðu og hverri einustu forsíðu. Hann vill vera í öllum fréttatímum og hann vill athygli sama hvort hún er jákvæð eða neikvæð. Það er bara Davíð.

Eigum við ekki bara að setja hann af og nota það bragð á hann sem virkar best á óþekka krakka, hætta bara að hlusta. Semsagt algjörlega láta það inn um annað og út um hitt sem hann segir.

Samtaka nú.

Engin ummæli: