þriðjudagur, desember 30, 2008
Flugeldar og jólatré.
Ég hef örugglega sett inn svipaðar færslur síðustu jól og jólin þar áður. En ég er nú soldið þannig sinnuð að allan svona "óþarfa" eins og jólatré og flugelda, sem eru nú samt ómissandi, eigi fólk að kaupa af einhverjum samtökum, ekki af kaupmanninum á horninu eða einhverjum aðilum sem aðeins eru að þessu í gróðaskyni fyrir sjálfan sig.
Ég hef yfirleitt keypt jólatré af samtökum sem heita Landakot sem styrkja veik börn, en þetta árið var það hjálparsveit skáta í Garðabæ sem nutu góðs af þessum kaupum mínum og flugeldana kaupi ég að sjálfsögðu hjá björgunarsveitunum, dettur ekki annað í hug enda gömul björgunarsveitakona sjálf.
Þannig að ég hvet ykkur til að kaupa ykkar flugelda af Landsbjörgu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli