Já ákvað aðeins að blogga svona milli jóla- og nýársblogg. Ég er ekki í fríi eins og margir í þjóðfélaginu og í mínu fyrirtæki, það er ekki það að ég hafi ekki átt frí, heldur hitt að það er bara brjálað að gera og maður hefur engan tíma til að fara í frí. Sem ég ætti svo sem að vera afskaplega glöð með, margir sem ekki geta sagt það sama og ég.
Hér í hjá mér er nú frekar fámennt, en maður reynir svona að einbeita sér að vinnunni og koma þá enn meiru í verk en ella. Seinnipartinn í dag er svo jólatrésskemmtun hjá okkur hér í vinnunni og ætla ég að mæta þar með Skottuna mína. Hún fer svo með ömmu sinni og afa í sumarbústað í kvöld og verður alveg í næstum viku. Pínu svona sorglegt fyrir mig, vill bara hafa hana alltaf hjá mér, hún er eitthvað svo yndisleg. En svona er víst lífið, það er ekki á allt kosið og æðislegt fyrir hana að fá að fara í sumarbústað frekar en vera heima og mamma ekki einu sinni heima heldur í vinnunni.
Auðvitað er maður búinn að borða á sig gat þessa daga og ég held að mér hafi tekist á eigin spýtur að klára heilan konfektkassa yfir jólin.... Púff... ég ætla ekki að stíga á vigt fyrr en vel er komið inn í nýtt ár.
Annars hafa þessir dagar auðvitað liðið allt of hratt eins og venjulega og sem betur fer eru bara tveir vinnudagar og svo kemur aftur frí.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli