þriðjudagur, desember 09, 2008

Bankarnir.....

Ég er mjög sammála mörgum bloggurum, síðasta fjöður í hatt bankanna er eiginlega aðeins of mikið fyrir svona venjulegt fólk. Hvernig datt Nýja Gltini í hug að semja við KPMG um að rannsaka atburði í Glitni síðustu mánuðina fyrir bankahrunið. Tek þetta orðrétt úr Bloggi Egils í Silfrinu, hefði ekki getað orðað þetta betur sjálf.

"Sigurður Jónsson, forstjóri KPMG endurskoðunar, er faðir Jóns Sigurðssonar forstjóra Stoða/FL-Group. KPMG er endurskoðandi Baugs og Stoða/FL-Group og hefur skrifað upp á reikninga fyrir hinn þrönga hóp manna sem stendur að þessum fyrirtækjum. Þessi þröngi hópur var líka aðaleigandi Glitnis. Það eru uppi áleitnar grunsemdir um að þessir menn hafi misnotað bankann í stórum stíl. Samt telur Sigurður Jónsson, forstjóri KPMG, að fyrirtæki hans sé hæft til að rannsaka atburði í Glitni síðustu mánuðina fyrir bankahrunið."

Svo er Birna bankastjóri saklaus, skv. FME. Bakkabræður ætla að eignast Exista, er ekki þessi aðgerð að láta banka í Líbýu kaupa Kaupþing Lúx. ekki bara leppur fyrir Sigurð Einarsson og félaga? osfrv. osfrv.

Ég á eiginlega ekki til orð og í gærkveldi sat ég og hugsaði hvað ég og þú getum gert. Ríkisstjórnin sýnir ekki stjórnmálalega ábyrgð, verið er að rétta sömu peningamönnunum allt í hendurnar aftur nema nú er búið að losa skuldirnar, þær eigum við hin að greiða. Það er eins og stjórnvöld, embættismannakerfið og stjórnendur bankanna ætli að sjá til þess að ekkert breytist.

Ég hugsaði með mér að nú yrði ég að skrifa Geir Haarde bréf, ég gæti kannski hótað honum að segja mig úr flokknum, þessi flokkur hefur brugðist algerlega á ögurstundu. En ég hætti svo sem ekki að vera sjálfstæðismanneskja þannig, þau grunngildi sem flokkurinn stendur fyrir er góð og enn fullgild en hann er bara sokkinn í svo mikla vitleysu að það hálfa væri nóg.

Haldiði að það myndi virka, haldiði ekki að Geiri myndi bara hlæja að mér, ég er nú einu sinni bara einstæð móðir í Mosfellsbæ........

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HAHA jú afhverju ekki - skrifa honum bréf ... Kv. HIN einstæða mamman í mosó ;0)