Maður á nú ekki til orð sá þessar fréttir á netmiðlunum í morgun.
"Eimskip tapaði 96 milljörðum á síðasta ári" og svo hin "Þrír Eimskipsforstjórar fengu 190 milljónir í árslaun". Ég bara spyr, þarf maður ekki að skila einhverjum árangri til að fá svona ofurlaun. Það var endalaust hamrað á því þegar laun bankamanna bárust í tal að þeir bæru svo mikla ábyrgð... Bíddu, en hvað gerðist svo þegar allt hrundi, nei, nei, þetta var auðvitað ekki þeim að kenna, var það nokkuð?
Ég spyr nú bara, hvað hefðu Eimskipsforstjórar fengið í laun ef þeir hefðu nú asnast til að reka fyrirtækið réttu meginn við núllið??
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli