Á efri hæðinni hérna í húsinu býr maður á svipuðum aldri og ég nema hann er þroskaheftur og vinnur í Krónunni við það að sækja kerrur. Hann er vinur minn. Hann fylgist með öllu sem gerist í húsinu, maður kemur varla heim nema hann sé í glugganum að fylgjast með hver sé að koma og fara.
Þegar ég flutti inn fyrir einu og hálfu ári síðan elti hann mig einhvern tímann inn í geymsluna mína sem er uþb. 5 fermetra stór og fyllti upp í dyrnar og spurði hvort ég byggi ein. Mér stóð nú ekki alveg á sama og svaraði því til að ég byggi ekki ein ég byggi með börnunum mínum um leið og ég reyndi að smeygja mér fram hjá honum. Hvar er kallinn? spurði hann þá, ég svaraði því til að hann væri farinn. Nokkrum mánuðum seinna var hann aftur búinn að elta mig í geymsluna og spurði hvort ég væri kominn með nýjann kall, ég sagði svo ekki vera og þá spurði hann hvort ég ætlaði að fá mér nýjann kall eins og hann orðaði það greinilega alveg tilbúinn í jobbið ef á þyrfti að halda. Jæja síðustu vikur hefur hann verið að færa sig uppá skaptið, maður reynir auðvitað að vera kurteis enda er þetta allt vel meint. Hann bauðst til að skipta um slöngu í hjólinu mínu, vildi endilega hjálpa mér að bera inn jólakassana, ég fæ inn um lúguna Krónupenna og uppskriftir úr Rice Crispies pökkum, hann bankaði um daginn og fékk hjá mér Moggann og í síðustu viku kom hann færandi hendi með kremkex sem var útrunnið sem hann hafði fengið í Krónunni.
Hann toppaði þetta eiginlega áðan þegar ég var í Krónunni og spurði hvort ég gæti ekki sótt hann í vinnunna klukkan 19:00?! Ég sagðist vera upptekin!!
Verð að fara að setja honum skýr mörk.
miðvikudagur, janúar 30, 2008
þriðjudagur, janúar 29, 2008
Skýr skilaboð!
Ég á við ákveðið vandamál að stríða. Ég skil ekki óbein skilaboð, kannski er það verkfræðingurinn í mér sem truflar það, eða ég er bara svona einföld.
Ég er sjálf svo hreinskilin, einlæg og trúi alltaf á hið góða í öllum, þar að auki kann ég ekki að ljúga, ekki einu sinni hvíta lygi til að bjarga mér út úr vandræðalegum atvikum! Þetta hafa svo sem yfirleitt verið taldir kostir og reynst mér vel í gegn um tíðina, en á móti þá hef ég líka nokkrum sinnum misskilið skilaboðin eða ekki trúað þeim fyrr en ég fæ þau svart á hvítu.
Þannig að ég þarf skýr skilaboðin, engar dylgjur!
Ég er sjálf svo hreinskilin, einlæg og trúi alltaf á hið góða í öllum, þar að auki kann ég ekki að ljúga, ekki einu sinni hvíta lygi til að bjarga mér út úr vandræðalegum atvikum! Þetta hafa svo sem yfirleitt verið taldir kostir og reynst mér vel í gegn um tíðina, en á móti þá hef ég líka nokkrum sinnum misskilið skilaboðin eða ekki trúað þeim fyrr en ég fæ þau svart á hvítu.
Þannig að ég þarf skýr skilaboðin, engar dylgjur!
mánudagur, janúar 28, 2008
Mér var sagt frá þessu fyrirbæri sem facebook er á samkomu um daginn. Ég hafði aldrei heyrt á þetta minnst, en þær voru þarna tvær sem lofuðu þetta í hástert. OK, ég prófaði, skráði mig inn og skoðaði þetta aðeins. Fann enga af mínum nánustu vinum í þessu en bauð annarri þeirra sem hafði sagt mér frá þessu að vera vinur minn. OK, hún gerir það svo skoðaði ég þetta betur og sé að það eru ótrúlegustu hlutir sem fólk er að setja þarna inn, maður gæti sko eytt heilu kvöldunum í að prófa þetta allt saman. Ég er reyndar búin að ákveða að ég ætli nú ekki að gera það, en er enn með reikninginn opinn.
Svo var það fyndna að gamall vinur minn frá Ástralíu sem ég kynntist þegar við vorum skiptinemar á Spáni fyrir næstum 25 árum síðan dúkkar upp hjá mér. Þannig að þrátt fyrir allt þá var þetta nú þess virði. Ætla að halda reikningnum opnum enn um sinn en sjá svo til.
Mér finnst fólk nota þetta soldið eins og markaðstorg fyrir einhleypa. Veit ekki alveg hvort ég er að fíla það. Kannski þetta sé leiðin til að finna þennan eina rétta!!
Veit ekki.
Svo var það fyndna að gamall vinur minn frá Ástralíu sem ég kynntist þegar við vorum skiptinemar á Spáni fyrir næstum 25 árum síðan dúkkar upp hjá mér. Þannig að þrátt fyrir allt þá var þetta nú þess virði. Ætla að halda reikningnum opnum enn um sinn en sjá svo til.
Mér finnst fólk nota þetta soldið eins og markaðstorg fyrir einhleypa. Veit ekki alveg hvort ég er að fíla það. Kannski þetta sé leiðin til að finna þennan eina rétta!!
Veit ekki.
Mjög svo þjóðleg helgi!
Fór á þorrablót Stjörnunnar á föstudagskvöldinu. Saumaklúbburinn ákvað að skella sér enda gamlar Garðabæjargellur. Þekkti þó nokkra en það er greinilegt að það er soldið langt síðan ég bjó í Garðabænum enda komin 18 ár síðan ég flutti þaðan. Þetta var ágætis skemmtun og rann niður nokkuð af rauðvíni og "breezer" og fór laugardagurinn í það að jafna sig og fara yfir atburðarás kvöldsins til að rifja upp hvort maður hafi nú sagt eða gert eitthvað vitlaust! En nei, engar stórar gloríur í þetta sinn. Ég er svo sem ekki vön að gera þær, það eina sem háir mér þegar ég fæ mér í glas er að ég fer iðulega á "trúnó" og tala um líf mitt og tilfinningar sem ég myndi annars ekkert vera að ræða nema við útvalda, ég er ekki þessi týpa sem er að "blammera" fólk, eða tala illa um aðra, það er bara ekki ég. Lenti ekkert á trúnó föstudag!
Það hefur skapast hefð fyrir því hin síðari ár að móðurbróðir minn skipuleggur svona stórfjölskyldu "sammenkomst" nokkrum sinnum á ári og eru það yfirleitt gönguferðir stuttar í mesta skammdeginu en góðar dagleiðir í maí og september og ein útilega á sumrin. Dagskráin er send út með jólakortunum! Þannig var að í gær var skipulögð gönguferð umhverfis Tjörnina í Reykjavík og ferð á Þjóðminjasafnið á eftir. Við söfnuðumst saman þarna á annan tug fólks og barns (þ.e. Skottið mitt var eina barnið í þetta sinn) allir í regngöllum og nú skyldi barist um í rokinu og rigningunni. Þetta gekk ágætlega, hélt reyndar mjög fast í Skottið á brúnni yfir Tjörninni það var svakalegur vindur og hún hefði nú bara getað fokið út á miðja Tjörn. En síðan var Þjóðminjasafnið skoðað með leiðsögn og að lokum fenginn sér kaffi/kakóbolli í kaffiteríunni. Hef ekki komið í Þjóðminjasafnið síðan því var breytt en þetta er mjög svo góð fjölskylduskemmtun, mæli með því við alla.
Það hefur skapast hefð fyrir því hin síðari ár að móðurbróðir minn skipuleggur svona stórfjölskyldu "sammenkomst" nokkrum sinnum á ári og eru það yfirleitt gönguferðir stuttar í mesta skammdeginu en góðar dagleiðir í maí og september og ein útilega á sumrin. Dagskráin er send út með jólakortunum! Þannig var að í gær var skipulögð gönguferð umhverfis Tjörnina í Reykjavík og ferð á Þjóðminjasafnið á eftir. Við söfnuðumst saman þarna á annan tug fólks og barns (þ.e. Skottið mitt var eina barnið í þetta sinn) allir í regngöllum og nú skyldi barist um í rokinu og rigningunni. Þetta gekk ágætlega, hélt reyndar mjög fast í Skottið á brúnni yfir Tjörninni það var svakalegur vindur og hún hefði nú bara getað fokið út á miðja Tjörn. En síðan var Þjóðminjasafnið skoðað með leiðsögn og að lokum fenginn sér kaffi/kakóbolli í kaffiteríunni. Hef ekki komið í Þjóðminjasafnið síðan því var breytt en þetta er mjög svo góð fjölskylduskemmtun, mæli með því við alla.
föstudagur, janúar 25, 2008
Óveður
Það er á svona dögum sem ég sakna gamla Terrano jeppans míns, ég hefði ekki látið veðrið stoppa mig í morgun ef ég hefði verið á honum eða á öðrum 4x4 bíl. Maður er einhvern vegin ragari þegar maður er á venjulegum fólksbíl, þó minn Ford Focus sé ótrúlega seigur, þá þorði ég ekki af stað á honum fyrr en í birtingu. En í sveitinni hjá mér sást ekki á milli húsa klukkan 8 í morgun. Svo er þetta nú yfirleitt þannig að það nægir að komast úr af bílastæðinu og uppúr götunni og þá er þetta komið.
fimmtudagur, janúar 24, 2008
Pressa!
Maður veit stundum ekki alveg hvernig maður á að skilja þetta hérna á kaffistofunni, þeim er greinilega mikið í mun að koma mér nú út!
Mér var tilkynnt að það væri nú fótboltamót verðbréfamiðlara á Akureyri um helgina og alveg bullandi tækifæri fyrir mig. Það gekk meira að segja svo langt að þeir voru tveir alveg tilbúnir til að lána mér jeppana sína til að komast nú örugglega norður. Segið svo að maður eigi nú ekki vini ;-)
En nei, ég ætla nú ekki að fara að elta einhverja "verðbréfadrengi" norður á Akureyri, það er alveg á tæru!
Mér var tilkynnt að það væri nú fótboltamót verðbréfamiðlara á Akureyri um helgina og alveg bullandi tækifæri fyrir mig. Það gekk meira að segja svo langt að þeir voru tveir alveg tilbúnir til að lána mér jeppana sína til að komast nú örugglega norður. Segið svo að maður eigi nú ekki vini ;-)
En nei, ég ætla nú ekki að fara að elta einhverja "verðbréfadrengi" norður á Akureyri, það er alveg á tæru!
miðvikudagur, janúar 23, 2008
Ofur skipulag!!
Hér í vinnunni erum við með svokallað viðverukerfi þar sem við skráum okkur inn og út af skrifstofunni þannig að allir vita hverjir eru inni og hverjir ekki.
Á mánudaginn, fékk ég mígrenikast sem gerist nú ekki oft kannski 1-2 á ári og þurfti að fara heim úr vinnu um 3 leytið þar sem eina lækningin við þessu er að fá að sofna þó ekki sé nema hálftíma eða svo og ekki er nein aðstaða hér í vinnunni til að leggja sig ;-). Jæja ég fór heim og lagði mig og var orðin þokkaleg um kvöldmat. En í "viðveruna" hafði ég skrifað:
"Farin heim, hausinn sprunginn"
Í gær þriðjudag var svo kistulagning og jarðaför afa míns og hafði ég ætlað að mæta í vinnuna frá ca 8-11 en svo vaknaði ég í gærmorgun og var enn hálfslöpp og vissi að það væri erfiður dagur framundan þannig ég hringdi niður í vinnu og sagðist vera heima og færi svo í jarðaför. Ritarinn skrifaði þá í viðveruna:
"Er heima slöpp, jarðaför eftir hádegi"
Kvidindinum hérna í vinnunni fannst þetta nú fulllangt gegnið að ég væri nú bara búin að skipuleggja eigin jarðaför og það án þess að láta þá vita þannig að þeir gætu nú lokað stofunni og mætt!!
Á mánudaginn, fékk ég mígrenikast sem gerist nú ekki oft kannski 1-2 á ári og þurfti að fara heim úr vinnu um 3 leytið þar sem eina lækningin við þessu er að fá að sofna þó ekki sé nema hálftíma eða svo og ekki er nein aðstaða hér í vinnunni til að leggja sig ;-). Jæja ég fór heim og lagði mig og var orðin þokkaleg um kvöldmat. En í "viðveruna" hafði ég skrifað:
"Farin heim, hausinn sprunginn"
Í gær þriðjudag var svo kistulagning og jarðaför afa míns og hafði ég ætlað að mæta í vinnuna frá ca 8-11 en svo vaknaði ég í gærmorgun og var enn hálfslöpp og vissi að það væri erfiður dagur framundan þannig ég hringdi niður í vinnu og sagðist vera heima og færi svo í jarðaför. Ritarinn skrifaði þá í viðveruna:
"Er heima slöpp, jarðaför eftir hádegi"
Kvidindinum hérna í vinnunni fannst þetta nú fulllangt gegnið að ég væri nú bara búin að skipuleggja eigin jarðaför og það án þess að láta þá vita þannig að þeir gætu nú lokað stofunni og mætt!!
Ó Reykjavík, ó Reykjavík, þú yndislega borg......
Þarf ég að segja meira.
Krakkar mig langar líka að vera borgarstjóri, má ég vera næst?
Krakkar mig langar líka að vera borgarstjóri, má ég vera næst?
mánudagur, janúar 21, 2008
Nýjir tímar
Ég var í klippingu um daginn, klipparinn minn er ung kona, rétt tæplega þrítug, barnlaus og "single". Hún er ótrúleg, hún er að "deita" gæja og er búin að vera að því síðustu mánuðina en biddu fyrir þér þetta er sko ekki kærastinn hennar, hún er bara að "deita" og er enn "single", en samt "deitar" hún ekki aðra á meðan. OK, hvað þýðir það? jú þau tala saman á hverjum degi, hittast nokkrum sinnum í viku en búa í sitthvoru lagi og hún er sko ekki á föstu! Fjölskylda hennar veit ekkert af honum.
Ég og minn fyrrverandi vorum búin að hittast nokkrum sinnum og þá var hann orðinn kærastinn minn. Við bjuggum í sitthvoru lagi í 3 ár áður en við fórum að búa, við hittumst ekki á hverjum degi fyrstu árin en samt var hann alltaf kærastinn minn og fjölskyldan vissi öll af honum og hann var orðinn einn af henni þó að við værum ekki farin að búa. En þetta var raunveruleikinn fyrir rúmlega 20 árum. Tíðarandinn hefur greinilega breyst síðan.
Svo er hún að leggja mér lífsreglurnar varðandi þessi mál. Ég veit ekki hvort maður á að hlusta á hana en þetta er greinilega allt spurning um að tapa ekki "coolinu" og líta ekki út fyrir að vera "desperat" það er svo mikið "turnoff".
OK, þannig að ef maður hittir einhvern sem manni líst eitthvað á, þá má maður ekki segja honum það og maður má ekki hringja í hann, ef hann hefur sagst ætla að hringja, það eina sem stúlka má gera er að bíða! Ef hann hringir ekki af því hann er feiminn, veit ekki hvort maður vill eitthvað hitta hann aftur og er hræddur um að tapa "coolinu" sínu eða virka "desperat" þá er þetta bara "lost game".
Ég og minn fyrrverandi vorum búin að hittast nokkrum sinnum og þá var hann orðinn kærastinn minn. Við bjuggum í sitthvoru lagi í 3 ár áður en við fórum að búa, við hittumst ekki á hverjum degi fyrstu árin en samt var hann alltaf kærastinn minn og fjölskyldan vissi öll af honum og hann var orðinn einn af henni þó að við værum ekki farin að búa. En þetta var raunveruleikinn fyrir rúmlega 20 árum. Tíðarandinn hefur greinilega breyst síðan.
Svo er hún að leggja mér lífsreglurnar varðandi þessi mál. Ég veit ekki hvort maður á að hlusta á hana en þetta er greinilega allt spurning um að tapa ekki "coolinu" og líta ekki út fyrir að vera "desperat" það er svo mikið "turnoff".
OK, þannig að ef maður hittir einhvern sem manni líst eitthvað á, þá má maður ekki segja honum það og maður má ekki hringja í hann, ef hann hefur sagst ætla að hringja, það eina sem stúlka má gera er að bíða! Ef hann hringir ekki af því hann er feiminn, veit ekki hvort maður vill eitthvað hitta hann aftur og er hræddur um að tapa "coolinu" sínu eða virka "desperat" þá er þetta bara "lost game".
föstudagur, janúar 18, 2008
Tónlist og handbolti.
Ég og dóttirin fórum í gær á "Jesus Crist Superstar", alveg mögnuð sýning. Þetta er reyndar alvöru þungarokk uppsetning og kannski ekki fyrir viðkvæma, en góð er hún. Þegar ég sat þarna fór ég að hugsa hvað maður hlustar mikið á hina eilífu síbylju sem glymur á manni á útvarpsstöðvum landans og ég fór að hugsa um tónlistina sem dóttir mín hlustar á og þá tónlist sem ég hlustaði á á hennar aldri.
Ég var algjört Led Zeppelin fan á mínum gagnfræða- og menntaskólaaldri, einnig var Pink Floyd í mjög svo miklu uppáhaldi og man ég vel veturinn 1979-1980, þegar ég er á nákvæmlega sama aldri og dóttirin, kom út "The Wall" með Pink Floyd við hlustuðum á hana á hverju einasta kvöldi í marga mánuði, ég kann ennþá flesta textana. Myndin kom út skömmu síðar, ja allavega nokkrum árum, og þá var farið á hana líka nokkrum sinnum. Auk þessa hlustuðum við á Utangarðsmenn, The Doors, Jethro Tull, U2 ofl. ofl. Ég veit eiginlega ekki hvort þetta flokkast undir rokk eða bara klassík?!
En allavega þegar ég skildi og við tókum til í bílskúrnum fórum við með allar gömlu vinyl plöturnar mínar í Sorpu enda hafði plötuspilarinn ekki verið í lagi í mörg ár. Ég fékk bara safndiska í staðin með uppáhalds hljómsveitunum mínum enda er fyrrverandi svona "poppdrengur" ég gat aldrei kennt honum að meta þessa tónlist. Það harðasta sem hann hlustaði á var U2 og Bubbi annars er það bara Sálin. Þið megið ekki misskilja mig, ég fíla Bubba, U2 og Sálina mjög vel enda er ég kannski soldil alæta á tónlist.
Ég er allavega með Pink Floyd safndiskinn í bílnum og hlusta iðulega á hann, um daginn sótti ég dótturina á skátafund og einn af skátunum fékk að fljóta með, ég með diskinn í og auðvitað þarf maður að spila þetta soldið hátt svona til að fíla bassann. Dóttirin, sagði strax við vinkonuna, "þú verður að afsaka hana mömmu og hennar tónlistarsmekk", eftir smástund kom lagið "Money" og þá segir hún allt í einu er þetta Pink Floyd? og það er nefnilega það sem ég segi þeir eru klassískir, í ljós kom að hún þekkti fullt af lögunum en vissi ekki hver spilaði tónlistina.
Af því að við fórum á sýninguna í gærkveldi missti ég auðvitað af handboltaleiknum, ég stillti því videoið á upptöku og ákvað að hlusta ekki á útvarp á leiðinni heim til að heyra ekki úrslitin. Þegar heim var komið var upptakan sett af stað, þarna sat ég í stólnum og fór svo að hrópa á sjónvarpið eins og venjulega þegar ég horfi á handbolta "svona koma nú", "ekki gefast upp", "brjóta á honum", "upp með hendurnar", "æji strákar" osfrv. osfrv. Allt í einu heyrist í dótturinni, "mamma þetta er upptaka þeir heyra ekkert í þér!!"
Ég var algjört Led Zeppelin fan á mínum gagnfræða- og menntaskólaaldri, einnig var Pink Floyd í mjög svo miklu uppáhaldi og man ég vel veturinn 1979-1980, þegar ég er á nákvæmlega sama aldri og dóttirin, kom út "The Wall" með Pink Floyd við hlustuðum á hana á hverju einasta kvöldi í marga mánuði, ég kann ennþá flesta textana. Myndin kom út skömmu síðar, ja allavega nokkrum árum, og þá var farið á hana líka nokkrum sinnum. Auk þessa hlustuðum við á Utangarðsmenn, The Doors, Jethro Tull, U2 ofl. ofl. Ég veit eiginlega ekki hvort þetta flokkast undir rokk eða bara klassík?!
En allavega þegar ég skildi og við tókum til í bílskúrnum fórum við með allar gömlu vinyl plöturnar mínar í Sorpu enda hafði plötuspilarinn ekki verið í lagi í mörg ár. Ég fékk bara safndiska í staðin með uppáhalds hljómsveitunum mínum enda er fyrrverandi svona "poppdrengur" ég gat aldrei kennt honum að meta þessa tónlist. Það harðasta sem hann hlustaði á var U2 og Bubbi annars er það bara Sálin. Þið megið ekki misskilja mig, ég fíla Bubba, U2 og Sálina mjög vel enda er ég kannski soldil alæta á tónlist.
Ég er allavega með Pink Floyd safndiskinn í bílnum og hlusta iðulega á hann, um daginn sótti ég dótturina á skátafund og einn af skátunum fékk að fljóta með, ég með diskinn í og auðvitað þarf maður að spila þetta soldið hátt svona til að fíla bassann. Dóttirin, sagði strax við vinkonuna, "þú verður að afsaka hana mömmu og hennar tónlistarsmekk", eftir smástund kom lagið "Money" og þá segir hún allt í einu er þetta Pink Floyd? og það er nefnilega það sem ég segi þeir eru klassískir, í ljós kom að hún þekkti fullt af lögunum en vissi ekki hver spilaði tónlistina.
Af því að við fórum á sýninguna í gærkveldi missti ég auðvitað af handboltaleiknum, ég stillti því videoið á upptöku og ákvað að hlusta ekki á útvarp á leiðinni heim til að heyra ekki úrslitin. Þegar heim var komið var upptakan sett af stað, þarna sat ég í stólnum og fór svo að hrópa á sjónvarpið eins og venjulega þegar ég horfi á handbolta "svona koma nú", "ekki gefast upp", "brjóta á honum", "upp með hendurnar", "æji strákar" osfrv. osfrv. Allt í einu heyrist í dótturinni, "mamma þetta er upptaka þeir heyra ekkert í þér!!"
fimmtudagur, janúar 17, 2008
Súkkulaðikonan
Fór með Skottið í klippingu, förum alltaf á sama stað og það er búin að vera sama konan sem klippir hana síðastliðið árið. Sú er spænsk eða suðuramerísk og heitir Carmen, alveg yndisleg stúlka. Hún er með svona ljóbrúna húð, kolsvart hár og dökkbrún augu og Skottið kallar hana alltaf súkkulaðikonuna!
miðvikudagur, janúar 16, 2008
Stjúptengsl!
Ég fór í bíó um helgina með stelpunum mínum og sáum við "Enchanted" eða "Töfraprinsessan" (skottið segir reyndar törfa....) eins og það leggst upp á íslensku. Þetta var mjög skemmtileg mynd og eins og í öllum alvöru ævintýrum var þarna vonda stjúpan.
Skottið spurði mig í gær hvað væri eiginlega stjúpmamma. Ég útskýrði fyrir henni að þegar pabbi hennar fengi sér nýja konu þá yrði hún stjúpmamma hennar og þegar ég fengi mér nýjan mann yrði hann stjúppabbi hennar. Hún horfið þá á mig íbyggin á svip með brúnu augun sín eins og undirskálar og spurði svo: "Eru þau vond?".
Sem betur fer er nokkuð um stjúptengsl í minni fjölskyldu þannig að nánasta fjölskylda er svolítið eins og bútasaumsteppi, bútar héðan og þaðan. Bróðir minn á tvö börn frá fyrri sambúð sem lauk reyndar fyrir rúmlega 10 árum síðan og konan hans núverandi á einn son frá fyrra sambandi, auk þess sem þau eiga von á barni saman nú á vordögum. Yngri bróðir minn á unnustu og hún á einn son frá fyrra sambandi þannig að næg eru dæmin. Þegar ég var búin að útskýra þetta fyrir skottinu leit hún á mig og sagði, "eignast ég þá tvær mömmur og tvo pabba" og fannst að hún yrði bara svaka rík.
Þessar íslensku fjölskyldur!
Skottið spurði mig í gær hvað væri eiginlega stjúpmamma. Ég útskýrði fyrir henni að þegar pabbi hennar fengi sér nýja konu þá yrði hún stjúpmamma hennar og þegar ég fengi mér nýjan mann yrði hann stjúppabbi hennar. Hún horfið þá á mig íbyggin á svip með brúnu augun sín eins og undirskálar og spurði svo: "Eru þau vond?".
Sem betur fer er nokkuð um stjúptengsl í minni fjölskyldu þannig að nánasta fjölskylda er svolítið eins og bútasaumsteppi, bútar héðan og þaðan. Bróðir minn á tvö börn frá fyrri sambúð sem lauk reyndar fyrir rúmlega 10 árum síðan og konan hans núverandi á einn son frá fyrra sambandi, auk þess sem þau eiga von á barni saman nú á vordögum. Yngri bróðir minn á unnustu og hún á einn son frá fyrra sambandi þannig að næg eru dæmin. Þegar ég var búin að útskýra þetta fyrir skottinu leit hún á mig og sagði, "eignast ég þá tvær mömmur og tvo pabba" og fannst að hún yrði bara svaka rík.
Þessar íslensku fjölskyldur!
mánudagur, janúar 14, 2008
Líffæragjafir
Ég hef aldrei skilið þetta vesen með líffæragjafir og er mjög hlynnt þessu sem Bretarnir ætla að fara að gera, þ.e. ef þú hefur ekki fyllt út skjal þess efnis að ekki megi nota líffærin úr þér þá sé það bara sjálfgefið að það megi.
Ég vona svo sannarlega að það verði hægt að nota einhver líffæri úr mér þegar ég dey, ekki nota ég þau! Svo vil ég helst láta bara brenna rest.
Over and out
Ég vona svo sannarlega að það verði hægt að nota einhver líffæri úr mér þegar ég dey, ekki nota ég þau! Svo vil ég helst láta bara brenna rest.
Over and out
Hús!
Heyrði í fréttum áðan að húsafriðunarnefnd hefði ákveðið að friða húsin á Laugavegi 4-6 ég skil nú ekki alveg. Mér finnst þessi hús bara ekkert falleg, ég get ekki séð af hverju ekki má rífa þessi hús. Þið megið ekki misskilja mig, mér finnst full ástæða til að friða hús sem hafa einhverja sögu eða eru falleg og merkileg á einhvern hátt, en þetta má nú ekki yfir allt ganga, halda uppá einhverja kofa. Mér finnst líka miklu meira virði að friða götumyndir, þ.e. hafa einhvera stefnu í þessum málum þ.e. friða heilu hverfin eða reyna að hafa einhvert samhengi í þessu. Auðvitað eru mörg merkileg hús á laugarveginum en er þá ekki bara ástæða til að friða alla götuna og halda þessari merkilegu götu óbreyttri. Þarna úir og grúir af alls konar húsum og ef maður labbar laugaveginn þá er mjög gaman að skoða þessi hús hvert ofan í annað. En allavega finnst mér ekki ástæða til að friða þessi hús til að flytja þau burtu, nær væri að friða þau þar sem þau eru.
Knús!
Ég er ein af þeim sem þarf reglulega knús, eitt svona gott bjarnarknús og þá líður úr mér öll spenna og stress. Þetta er sérstaklega mikilvægt ef ég er eitthvað leið og döpur eða óvenju stressuð. Bræður mínir eru ótrúlega góðir í þessu, maður bara hverfur inn í hramminn, fékk nokkur um helgina.
Ekki nóg með það heldur á ég einn góðan vin hérna í vinnunni sem ég get farið til og beðið um gott knús. Ef ég er eitthvað leið fer ég bara inn til hans og það er ekkert sjálfsagðara en að fá eitt gott knús!
Knúsið hvort annað!
Ekki nóg með það heldur á ég einn góðan vin hérna í vinnunni sem ég get farið til og beðið um gott knús. Ef ég er eitthvað leið fer ég bara inn til hans og það er ekkert sjálfsagðara en að fá eitt gott knús!
Knúsið hvort annað!
laugardagur, janúar 12, 2008
Minning
Elskulegur afi minn kvaddi okkur í hádeginu í dag.
Fyrir viku síðan var hann lagður inn á sjúkrahús og þá kom í ljós í hvað stefndi, þannig að ég er eiginlega bara fegin að þetta tók fljótt af. Afi minn vildi nú ekki vera neinum byrði þannig að hann hefur örugglega bara viljað hafa þetta svona.
Ég og krakkarnir heimsóttum hann á þriðjudaginn og var það mjög góð stund sem við áttum með honum þá.
Afi og amma eignuðust 6 börn og eru þau 5 sem lifa nú föður sinn. Afkomendurnir eru tæplega 40 auk fjölda stjúpbarnabarna og stjúpbarnabarnabarna.
Afi minn var merkilegur kall, hann var kennari og starfaði lengst af sem íþróttakennari, mikill íþróttamaður, æfði fimleika með KR á sínum yngri árum og fór m.a. til útlanda að sýna fimleika. Hann var kominn vel yfir fimmtugt þegar hann stóð á höndum og fór niður tröppurnar á Melhaganum á höndum og við krakkarnir horfðum á hann með aðdáun. Ein jólin man ég að hann fékk rafmagnsrakvél í jólagjöf og svo rakaði hann sig og við barnabörnin skyldum svo fara í röð að kyssa hann á kinnina til að finna hvað hann væri mjúkur.
Hann starfaði í fjölda ára sem skógarvörður í Þrastarskógi og hefur plantað mörgum grenitrjánum þar. Þau voru mörg sumrin sem hann og amma og þá kannski sérstaklega amma eyddu í skóginum með krökkunum. Þar áttu þau yndislegt sumarhús rautt og hvítt í fallegu skógarrjóðri og lengi vel fannst mér eins og þetta væri bara sumarhúsið, nákvæmlega eins og sumarhús eiga að vera. Áður en 6 ára bekkur varð skylda í skólum, og í mörgum skólum var nú ekki einu sinni boðið uppá 6 ára bekk, voru amma og afi með smábarnaskóla í risinu á Melhaganum. Þar lærði ég að lesa, skrifa og reikna aðeins 4ra ára gömul.
Alltaf var spennandi að kíkja á jólatréð á Melhaganum hjá ömmu og afa því þetta var það stærsta jólatré sem sást í bænum og alltaf var það úr skóginum. Á Gamlárskvöld hittumst við svo öll hjá afa og ömmu og þar var borðað á langborði lax úr Soginu. Afi elskaði að veiða eins og svo mörgum úr fjölskyldunni.
Krakkarnir hans afa voru og eru mjög vinnusöm og dugleg og hann veitti þeim enga miskunn, sjálfur var hann alltaf í einhverri vinnu á sumrin í skólafríinu, auk þess sem hann sinnti skóginum. Ég var ekki nema 8 ára gömul þegar við vorum í sumarbústað við Álftavatn þar voru bátar og afi plataði mig og frænku mína um borð í einn bátinn. Hann réri honum alveg að Soginu og fór svo úr bátnum og við frænkurnar máttum koma okkur sjálfar heim. Þarna rérum við og rérum en straumurinn í Soginu var mikill og okkur fannst við ekkert komast áfram, en við héldum áfram á sitt hvorri árinni og loksins komumst við af stað og náðum að róa í land við bústaðina en blöðrurnar á höndunum á okkur voru lengi að hjaðna. En þetta þótti afa bara sjálfsagt, stelpurnar skyldu bara spjara sig.
Svona var afi, blessuð sé minning hans.
Fyrir viku síðan var hann lagður inn á sjúkrahús og þá kom í ljós í hvað stefndi, þannig að ég er eiginlega bara fegin að þetta tók fljótt af. Afi minn vildi nú ekki vera neinum byrði þannig að hann hefur örugglega bara viljað hafa þetta svona.
Ég og krakkarnir heimsóttum hann á þriðjudaginn og var það mjög góð stund sem við áttum með honum þá.
Afi og amma eignuðust 6 börn og eru þau 5 sem lifa nú föður sinn. Afkomendurnir eru tæplega 40 auk fjölda stjúpbarnabarna og stjúpbarnabarnabarna.
Afi minn var merkilegur kall, hann var kennari og starfaði lengst af sem íþróttakennari, mikill íþróttamaður, æfði fimleika með KR á sínum yngri árum og fór m.a. til útlanda að sýna fimleika. Hann var kominn vel yfir fimmtugt þegar hann stóð á höndum og fór niður tröppurnar á Melhaganum á höndum og við krakkarnir horfðum á hann með aðdáun. Ein jólin man ég að hann fékk rafmagnsrakvél í jólagjöf og svo rakaði hann sig og við barnabörnin skyldum svo fara í röð að kyssa hann á kinnina til að finna hvað hann væri mjúkur.
Hann starfaði í fjölda ára sem skógarvörður í Þrastarskógi og hefur plantað mörgum grenitrjánum þar. Þau voru mörg sumrin sem hann og amma og þá kannski sérstaklega amma eyddu í skóginum með krökkunum. Þar áttu þau yndislegt sumarhús rautt og hvítt í fallegu skógarrjóðri og lengi vel fannst mér eins og þetta væri bara sumarhúsið, nákvæmlega eins og sumarhús eiga að vera. Áður en 6 ára bekkur varð skylda í skólum, og í mörgum skólum var nú ekki einu sinni boðið uppá 6 ára bekk, voru amma og afi með smábarnaskóla í risinu á Melhaganum. Þar lærði ég að lesa, skrifa og reikna aðeins 4ra ára gömul.
Alltaf var spennandi að kíkja á jólatréð á Melhaganum hjá ömmu og afa því þetta var það stærsta jólatré sem sást í bænum og alltaf var það úr skóginum. Á Gamlárskvöld hittumst við svo öll hjá afa og ömmu og þar var borðað á langborði lax úr Soginu. Afi elskaði að veiða eins og svo mörgum úr fjölskyldunni.
Krakkarnir hans afa voru og eru mjög vinnusöm og dugleg og hann veitti þeim enga miskunn, sjálfur var hann alltaf í einhverri vinnu á sumrin í skólafríinu, auk þess sem hann sinnti skóginum. Ég var ekki nema 8 ára gömul þegar við vorum í sumarbústað við Álftavatn þar voru bátar og afi plataði mig og frænku mína um borð í einn bátinn. Hann réri honum alveg að Soginu og fór svo úr bátnum og við frænkurnar máttum koma okkur sjálfar heim. Þarna rérum við og rérum en straumurinn í Soginu var mikill og okkur fannst við ekkert komast áfram, en við héldum áfram á sitt hvorri árinni og loksins komumst við af stað og náðum að róa í land við bústaðina en blöðrurnar á höndunum á okkur voru lengi að hjaðna. En þetta þótti afa bara sjálfsagt, stelpurnar skyldu bara spjara sig.
Svona var afi, blessuð sé minning hans.
fimmtudagur, janúar 10, 2008
Mamma!
"Mamma veistu hvað klukkan er, þú berð ábyrgð á að vekja okkur." Þetta segir 14 ára gömul dóttir mín við mig í morgun. Málið var að ég heyrði klukkuna hringja inni hjá henni og heyrði hana slökkva á henni, en hún er bara ekki búin að læra það ennþá að það þýðir ekkert að láta klukkuna hringja hálftíma áður en maður þarf á fætur því þá sofnar hún bara aftur. Hún missti semsagt af fyrsta tímanum í skólanum í morgun, allt mér að kenna.
Sú stutta var að leika sér inni á baðherbergi og komst þar í rakvél sem hún skar sig aðeins í puttann á þá segir hún "mamma maður á að geyma rakvélar í efstu hillunni!"
Og síðasta atvikið sem viðkemur reyndar hundinum en þannig var að í gær fór ég eftir vinnu með hundinn í smá göngutúr, við göngum svona ca 10-15 mínútur og þá komum við að litlum skógi og inni í honum er grasflöt og bekkur, þar leyfi ég hundinum að vera ólarlausum og við leikum okkur í nokkra stund við að elta bolta, togast á og smá svona þjálfun að bíða, leggjast og koma. Alveg eins og þetta á að vera. Í gær aftur á móti þá löbbuðum við inn í skóginn í átt að flötinni þegar ég tek af henni ólina eins og ávallt áður. Hún hleypur nokkrar ferðir fram og til baka eins og hún er vön nema allt í einu kemur hún ekki til baka. Jæja hún hefur fundið eitthvað spennandi hugsa ég og held áfram, er komin að grasflötinni og hvergi sést hundurinn, fór að kalla, dró upp hundanammi og gekk um allt, fór til baka inni í skóginn, óð mýrar og klifraði yfir greinar alltaf kallandi á hana. Hringir ekki síminn, "Mamma hvar ertu?" Heyrðu, heldurðu ekki að hundurinn hafi bara farið heim, þá fann hún mig ekki og fór bara heim! Stelpurnar voru víst lengi að pæla í því hvaða hundur þetta væri sem væri að gelta þarna fyrir utan, áður en þær hleytpu henni inn.
Svo nú er spurningin hvort ég sé yfirhöfuð hæf móðir!!
Sú stutta var að leika sér inni á baðherbergi og komst þar í rakvél sem hún skar sig aðeins í puttann á þá segir hún "mamma maður á að geyma rakvélar í efstu hillunni!"
Og síðasta atvikið sem viðkemur reyndar hundinum en þannig var að í gær fór ég eftir vinnu með hundinn í smá göngutúr, við göngum svona ca 10-15 mínútur og þá komum við að litlum skógi og inni í honum er grasflöt og bekkur, þar leyfi ég hundinum að vera ólarlausum og við leikum okkur í nokkra stund við að elta bolta, togast á og smá svona þjálfun að bíða, leggjast og koma. Alveg eins og þetta á að vera. Í gær aftur á móti þá löbbuðum við inn í skóginn í átt að flötinni þegar ég tek af henni ólina eins og ávallt áður. Hún hleypur nokkrar ferðir fram og til baka eins og hún er vön nema allt í einu kemur hún ekki til baka. Jæja hún hefur fundið eitthvað spennandi hugsa ég og held áfram, er komin að grasflötinni og hvergi sést hundurinn, fór að kalla, dró upp hundanammi og gekk um allt, fór til baka inni í skóginn, óð mýrar og klifraði yfir greinar alltaf kallandi á hana. Hringir ekki síminn, "Mamma hvar ertu?" Heyrðu, heldurðu ekki að hundurinn hafi bara farið heim, þá fann hún mig ekki og fór bara heim! Stelpurnar voru víst lengi að pæla í því hvaða hundur þetta væri sem væri að gelta þarna fyrir utan, áður en þær hleytpu henni inn.
Svo nú er spurningin hvort ég sé yfirhöfuð hæf móðir!!
mánudagur, janúar 07, 2008
Afmæli - aldur
Málið er að ég átti afmæli um helgina og hér á mínum vinnustað hefur skapast sú hefð að vinnustaðurinn býður upp á tertu ef einhver á afmæli. Þar með söfnumst við öll fyrir á kaffistofunni og tökum svona stutt kaffi og fáum okkur tertusneið.
Strákarnir hérna eru nú alltaf svo tillitsamir við okkur stelpurnar að það hálfa væri nóg. Einn segir við mig að nú sé ég orðin gömul (tek það fram að hann er alveg heilum mánuði yngri en ég), annar minnist nú á af því að ég sé nú í þessari stöðu sem ég er í, að það sé spurning hvort ég sé komin á síðasta söludag! Þá bætir sá þriðji við, veit ekki alveg hvort hann var að reyna að bæta fyrir það sem hinir sögðu, en hann segir að það sé nú líka spurning um síðasta neysludag!!
Svo kom þetta týpíska hjá enn einum sem ætlaði að reyna að klóra í bakkann hvort þetta væri ekki eins og með ostana og rauðvínið, betra eftir því sem það eldist, svo kom, þar til það verður súrt!!
Jæja, þetta fór úti alls herjar hláturkast og eins og þið vitið þá lengir maður lífið með hlátri þannig að í raun fór ég yngri útaf kaffistofunni en inn á hana.
Hláturinn lengir lífð!
föstudagur, janúar 04, 2008
Össur og orkumálastjóri!
Eins og ég kom að hér í gær þá erum við konur í Verkfræðingastétt frekar svekktar með Iðnaðarráðherra þessa dagana, það gekk svo langt að Kvennanefnd VFÍ sendi eftirfarandi á fjölmiðla landsins
Reykjavík 3.janúar 2008
Opið bréf til iðnaðarráðherra
„Stjórn Kvennanefndar Verkfræðingafélags Íslands harmar að gengið hafi verið fram hjá Ragnheiði I.Þórarinsdóttur, aðstoðarorkumálastjóra, við skipan í stöðu orkumálastjóra.
Í jafnréttisáætlun iðnaðarráðuneytis segir að taka skuli mið af
jafnréttissjónarmiðum og að kynjunum skuli ekki mismunað með neinum hætti.
Þá segir að hlutur kynjanna í störfum hjá ráðuneytinu skuli jafnaður eins og kostur er og að þess skuli jafnan gætt að sá umsækjandi sé ráðinn sem talinn er hæfastur til þess að gegna starfi, að teknu tilliti til menntunar og hæfni en án tillits til kynferðis. Séu tveir eða fleiri umsækjendur af báðum kynjum taldir jafn hæfir til ráðningar í auglýst starf skal að jafnaði ráðinn umsækjandi af því kyni sem er í minnihluta á viðkomandi sviði.
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar 2007 segir að stefnt skuli að því að jafna stöðu kvenna og karla í nefndum og stjórnunarstörfum á vegum ríkisins.
Af þeim gögnum sem fyrir liggja er með engu móti annað séð en að Ragnheiður hafi verið a.m.k. jafnhæfur umsækjandi og Guðni. Sorglegt er að ráðherra flokks sem sagt hefur að jafnréttismál yrðu sett efst á dagskrá, í nýhöfnu stjórnarsamstarfi, hafi ekki nýtt hér gullið tækifæri til að láta verkin tala."
Undir bréfið rita:
Arna S. Guðmundsdóttir formaður
Msc. byggingarverkfræði
Guðrún Hallgrímsdóttir
Dipl.Ing. matvælaverkfræði
Jóhanna H.Árnadóttir
Msc.rekstrarverkfræði
Kolbrún Reinholdsdóttir
Msc. rafmagnsverkfræði
Sveinbjörg Sveinsdóttir
Dipl.Ing. rafmagnsverkfræði
Ein af vinkonum mínum rakst á þetta í bloggheimum:
"Ég ætla að kíkja á næturbloggið hans Össurar í fyrramálið og gá að því hvort það verður ekki svohljóðandi:
Málum klúðrað mjög ég hef,
mér finnst því að vonum
að ég fái opið bréf
frá öskureiðum konum."
Góðar!
Reykjavík 3.janúar 2008
Opið bréf til iðnaðarráðherra
„Stjórn Kvennanefndar Verkfræðingafélags Íslands harmar að gengið hafi verið fram hjá Ragnheiði I.Þórarinsdóttur, aðstoðarorkumálastjóra, við skipan í stöðu orkumálastjóra.
Í jafnréttisáætlun iðnaðarráðuneytis segir að taka skuli mið af
jafnréttissjónarmiðum og að kynjunum skuli ekki mismunað með neinum hætti.
Þá segir að hlutur kynjanna í störfum hjá ráðuneytinu skuli jafnaður eins og kostur er og að þess skuli jafnan gætt að sá umsækjandi sé ráðinn sem talinn er hæfastur til þess að gegna starfi, að teknu tilliti til menntunar og hæfni en án tillits til kynferðis. Séu tveir eða fleiri umsækjendur af báðum kynjum taldir jafn hæfir til ráðningar í auglýst starf skal að jafnaði ráðinn umsækjandi af því kyni sem er í minnihluta á viðkomandi sviði.
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar 2007 segir að stefnt skuli að því að jafna stöðu kvenna og karla í nefndum og stjórnunarstörfum á vegum ríkisins.
Af þeim gögnum sem fyrir liggja er með engu móti annað séð en að Ragnheiður hafi verið a.m.k. jafnhæfur umsækjandi og Guðni. Sorglegt er að ráðherra flokks sem sagt hefur að jafnréttismál yrðu sett efst á dagskrá, í nýhöfnu stjórnarsamstarfi, hafi ekki nýtt hér gullið tækifæri til að láta verkin tala."
Undir bréfið rita:
Arna S. Guðmundsdóttir formaður
Msc. byggingarverkfræði
Guðrún Hallgrímsdóttir
Dipl.Ing. matvælaverkfræði
Jóhanna H.Árnadóttir
Msc.rekstrarverkfræði
Kolbrún Reinholdsdóttir
Msc. rafmagnsverkfræði
Sveinbjörg Sveinsdóttir
Dipl.Ing. rafmagnsverkfræði
Ein af vinkonum mínum rakst á þetta í bloggheimum:
"Ég ætla að kíkja á næturbloggið hans Össurar í fyrramálið og gá að því hvort það verður ekki svohljóðandi:
Málum klúðrað mjög ég hef,
mér finnst því að vonum
að ég fái opið bréf
frá öskureiðum konum."
Góðar!
Jafnrétti í hnotskurn!
Það er svo algengt þegar fólk skilur að karlmaðurinn sé fljótur í nýtt samband, það er eins og þeir geti ekki verið einir. Einnig er mikil pressa frá fjölskyldu og vinum með það að fara nú að finna sér nýja konu, nægar séu þær nú á markaðnum.
Aftur á móti finnst mér eins og fólk segi við mig, hvað liggur nokkuð á taktu því nú bara rólega jafnaðu þig almennilega og það er fullt af konum sem finna sér ekkert nýjan maka fyrr en börnin eru flutt að heiman bla bla bla...
Skrýtið, amma mín var ekkja í 56 ár og var ekki við karlmann kennd eftir að afi minn dó, þá var hún einungis 37 ára gömul, reyndar með 2 ung börn. En það var ekkert eðlilegra af því að hún hafði góða að þá "þurfti" hún ekkert að fá sér nýjan mann og þar með var það bara óþarfi.
Ég "þarf" ekkert nýjan mann, ég get alveg séð um mig sjálf, en mér finnst strákar bara svo skemmtilegir að ég vill endilega hafa þá með.
Aftur á móti finnst mér eins og fólk segi við mig, hvað liggur nokkuð á taktu því nú bara rólega jafnaðu þig almennilega og það er fullt af konum sem finna sér ekkert nýjan maka fyrr en börnin eru flutt að heiman bla bla bla...
Skrýtið, amma mín var ekkja í 56 ár og var ekki við karlmann kennd eftir að afi minn dó, þá var hún einungis 37 ára gömul, reyndar með 2 ung börn. En það var ekkert eðlilegra af því að hún hafði góða að þá "þurfti" hún ekkert að fá sér nýjan mann og þar með var það bara óþarfi.
Ég "þarf" ekkert nýjan mann, ég get alveg séð um mig sjálf, en mér finnst strákar bara svo skemmtilegir að ég vill endilega hafa þá með.
fimmtudagur, janúar 03, 2008
Orkumálastjóri
Nú var Iðnaðarráðherra að skipa nýjan Orkumálastjóra.
Þetta er mál sem mér finnst mér koma við, hann gekk nefnilega framhjá mjög hæfri konu henni Ragnheiði Ingu Þórarinsdóttir til að koma gömlum flokksbróður heim sem var búinn að fá nóg af útlegðinni og vantaði eitthvað "djobb" við hæfi til að flytjast heim frá Svíþjóð. Ég efast ekki um að Guðni Á. Jóhannesson er mjög svo hæfur í starfið ég held að enginn efist um það, en Ragnheiður er ekki síður hæf. En það er sorglegt að ráðherra flokks sem sagt hefur að jafnréttismál yrðu sett efst á blað í stjórnarsamstarfinu hafi ekki nýtt sér gullið tækifæri til að láta verkin tala.
Í jafnréttisáætlun iðnaðarráðuneytisins segir að taka skuli mið af
jafnréttissjónarmiðum og að kynjunum skuli ekki mismunað með neinum hætti.
Þá segir að hlutur kynjanna í störfum hjá ráðuneytinu skuli jafnaður eins
og kostur er og að þess skuli jafnan gætt að sá umsækjandi sé ráðinn sem
talinn er hæfastur til þess að gegna starfi, að teknu tilliti til
menntunar og hæfni en án tillits til kynferðis. Séu tveir eða fleiri
umsækjendur af báðum kynjum taldir jafn hæfir til ráðningar í auglýst
starf skal að jafnaði ráðinn umsækjandi af því kyni sem er í minnihluta á
viðkomandi sviði.
Það er enginn sem dregur það í efa að kvenfólk er í minnihluta í þeim málaflokki sem hér um ræðir.
Jafnframt segir, í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar 2007, að stefnt skuli að því að jafna stöðu kvenna og karla í nefndum og stjórnunarstörfum á vegum ríkisins. Hvenær breytist þetta eiginlega og fólk fer að fara eftir því sem það segir og skrifar?
Áfram stelpur.
Þetta er mál sem mér finnst mér koma við, hann gekk nefnilega framhjá mjög hæfri konu henni Ragnheiði Ingu Þórarinsdóttir til að koma gömlum flokksbróður heim sem var búinn að fá nóg af útlegðinni og vantaði eitthvað "djobb" við hæfi til að flytjast heim frá Svíþjóð. Ég efast ekki um að Guðni Á. Jóhannesson er mjög svo hæfur í starfið ég held að enginn efist um það, en Ragnheiður er ekki síður hæf. En það er sorglegt að ráðherra flokks sem sagt hefur að jafnréttismál yrðu sett efst á blað í stjórnarsamstarfinu hafi ekki nýtt sér gullið tækifæri til að láta verkin tala.
Í jafnréttisáætlun iðnaðarráðuneytisins segir að taka skuli mið af
jafnréttissjónarmiðum og að kynjunum skuli ekki mismunað með neinum hætti.
Þá segir að hlutur kynjanna í störfum hjá ráðuneytinu skuli jafnaður eins
og kostur er og að þess skuli jafnan gætt að sá umsækjandi sé ráðinn sem
talinn er hæfastur til þess að gegna starfi, að teknu tilliti til
menntunar og hæfni en án tillits til kynferðis. Séu tveir eða fleiri
umsækjendur af báðum kynjum taldir jafn hæfir til ráðningar í auglýst
starf skal að jafnaði ráðinn umsækjandi af því kyni sem er í minnihluta á
viðkomandi sviði.
Það er enginn sem dregur það í efa að kvenfólk er í minnihluta í þeim málaflokki sem hér um ræðir.
Jafnframt segir, í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar 2007, að stefnt skuli að því að jafna stöðu kvenna og karla í nefndum og stjórnunarstörfum á vegum ríkisins. Hvenær breytist þetta eiginlega og fólk fer að fara eftir því sem það segir og skrifar?
Áfram stelpur.
þriðjudagur, janúar 01, 2008
Kókosbolla
Já, gleðilegt ár!
Ég er soldið eins og kókosbolla, að utan er ég "hörð", þ.e. sýni bara á mér hina ytri skel, er cool, redda þessu, dugleg osfrv. Að innan er ég svo mjúk, þ.e. einn tilfinningahrærigrautur, grenja yfir bíómyndum, felli tár af stolti yfir börnunum þegar þau sýna sínar bestu hliðar, græt yfir örlögum annarra osfrv. eiginlega algjör grenjuskjóða, en það fá bara þeir sem þekkja mig mjög vel að sjá.
Ég er soldið eins og kókosbolla, að utan er ég "hörð", þ.e. sýni bara á mér hina ytri skel, er cool, redda þessu, dugleg osfrv. Að innan er ég svo mjúk, þ.e. einn tilfinningahrærigrautur, grenja yfir bíómyndum, felli tár af stolti yfir börnunum þegar þau sýna sínar bestu hliðar, græt yfir örlögum annarra osfrv. eiginlega algjör grenjuskjóða, en það fá bara þeir sem þekkja mig mjög vel að sjá.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)