"Mamma veistu hvað klukkan er, þú berð ábyrgð á að vekja okkur." Þetta segir 14 ára gömul dóttir mín við mig í morgun. Málið var að ég heyrði klukkuna hringja inni hjá henni og heyrði hana slökkva á henni, en hún er bara ekki búin að læra það ennþá að það þýðir ekkert að láta klukkuna hringja hálftíma áður en maður þarf á fætur því þá sofnar hún bara aftur. Hún missti semsagt af fyrsta tímanum í skólanum í morgun, allt mér að kenna.
Sú stutta var að leika sér inni á baðherbergi og komst þar í rakvél sem hún skar sig aðeins í puttann á þá segir hún "mamma maður á að geyma rakvélar í efstu hillunni!"
Og síðasta atvikið sem viðkemur reyndar hundinum en þannig var að í gær fór ég eftir vinnu með hundinn í smá göngutúr, við göngum svona ca 10-15 mínútur og þá komum við að litlum skógi og inni í honum er grasflöt og bekkur, þar leyfi ég hundinum að vera ólarlausum og við leikum okkur í nokkra stund við að elta bolta, togast á og smá svona þjálfun að bíða, leggjast og koma. Alveg eins og þetta á að vera. Í gær aftur á móti þá löbbuðum við inn í skóginn í átt að flötinni þegar ég tek af henni ólina eins og ávallt áður. Hún hleypur nokkrar ferðir fram og til baka eins og hún er vön nema allt í einu kemur hún ekki til baka. Jæja hún hefur fundið eitthvað spennandi hugsa ég og held áfram, er komin að grasflötinni og hvergi sést hundurinn, fór að kalla, dró upp hundanammi og gekk um allt, fór til baka inni í skóginn, óð mýrar og klifraði yfir greinar alltaf kallandi á hana. Hringir ekki síminn, "Mamma hvar ertu?" Heyrðu, heldurðu ekki að hundurinn hafi bara farið heim, þá fann hún mig ekki og fór bara heim! Stelpurnar voru víst lengi að pæla í því hvaða hundur þetta væri sem væri að gelta þarna fyrir utan, áður en þær hleytpu henni inn.
Svo nú er spurningin hvort ég sé yfirhöfuð hæf móðir!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli