Ég var í klippingu um daginn, klipparinn minn er ung kona, rétt tæplega þrítug, barnlaus og "single". Hún er ótrúleg, hún er að "deita" gæja og er búin að vera að því síðustu mánuðina en biddu fyrir þér þetta er sko ekki kærastinn hennar, hún er bara að "deita" og er enn "single", en samt "deitar" hún ekki aðra á meðan. OK, hvað þýðir það? jú þau tala saman á hverjum degi, hittast nokkrum sinnum í viku en búa í sitthvoru lagi og hún er sko ekki á föstu! Fjölskylda hennar veit ekkert af honum.
Ég og minn fyrrverandi vorum búin að hittast nokkrum sinnum og þá var hann orðinn kærastinn minn. Við bjuggum í sitthvoru lagi í 3 ár áður en við fórum að búa, við hittumst ekki á hverjum degi fyrstu árin en samt var hann alltaf kærastinn minn og fjölskyldan vissi öll af honum og hann var orðinn einn af henni þó að við værum ekki farin að búa. En þetta var raunveruleikinn fyrir rúmlega 20 árum. Tíðarandinn hefur greinilega breyst síðan.
Svo er hún að leggja mér lífsreglurnar varðandi þessi mál. Ég veit ekki hvort maður á að hlusta á hana en þetta er greinilega allt spurning um að tapa ekki "coolinu" og líta ekki út fyrir að vera "desperat" það er svo mikið "turnoff".
OK, þannig að ef maður hittir einhvern sem manni líst eitthvað á, þá má maður ekki segja honum það og maður má ekki hringja í hann, ef hann hefur sagst ætla að hringja, það eina sem stúlka má gera er að bíða! Ef hann hringir ekki af því hann er feiminn, veit ekki hvort maður vill eitthvað hitta hann aftur og er hræddur um að tapa "coolinu" sínu eða virka "desperat" þá er þetta bara "lost game".
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli