fimmtudagur, janúar 17, 2008

Súkkulaðikonan

Fór með Skottið í klippingu, förum alltaf á sama stað og það er búin að vera sama konan sem klippir hana síðastliðið árið. Sú er spænsk eða suðuramerísk og heitir Carmen, alveg yndisleg stúlka. Hún er með svona ljóbrúna húð, kolsvart hár og dökkbrún augu og Skottið kallar hana alltaf súkkulaðikonuna!

Engin ummæli: